Endurmenntun græna geirans - Garðyrkjuskólinn

Námskeið haust 2023

 

Áhættumat trjáa  – Garðyrkjuskólinn á Reykjum 21. september

Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki.

Námskeiðið hefst á bóklegri yfirferð þar sem farið verður ítarlega yfir helstu kvilla í trjám, varnarviðbrögð þeirra og heilbrigði. Einnig verður fjallað um hvernig meta má mögulega hættu sem stafar af trjám með það fyrir augum að koma í veg fyrir skaða á fólki og/eða eignum. Varnarviðbrögð trjáa verða skoðuð og hvernig þau bregðast við áreiti, skaða og klippingum.

Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem tré verða skoðuð með tilliti til áhættumats. Nemendur læra að nota mismunandi matsaðferðir, muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa auk þess að skipuleggja inngrip í takt við niðurstöður matsins.

Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs. Námskeiðið fer fram á ensku, túlkað eftir þörfum.

Kennari: Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Skógræktinni (MArborA MSc)

Tími: Fimmtudaginn 21. september 09:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.

Verð: 34.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og námsefni innifalið í verði).

Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is

Skráning til 20. september.

Grænni skógar I - Garðyrkjuskólinn á Reykjum  hefst vorönn 2024

Grænni skógar I er námskeiðaröð sem ætluð er skógræktendum og öðrum skógareigendum sem vilja auka við þekkingu sína og árangur í skógrækt.

Miðað er við að námskeiðaröðin taki alls fimm annir og að þátttakendur taki alls 15 námskeið á þeim tíma eða að jafnaði um 3 á önn.

Hvert námskeið er skipulagt þannig að kennt er á föstudegi kl. 16-19 og næsta laugardag kl. 9-16. Námskeiðin eru byggð upp sem blanda af fyrirlestrum, verklegum æfingum og vettvangsheimsóknum. Að auki verður farið í námsferð innanlands og verður hún kynnt sérstaklega.

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga hjá Garðyrkjuskólanum – FSu, í síma 616 0828 eða með tölvupósti á netfangið boe@fsu.is.

Skráning í Grænni skóga er í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is. Hver önn kostar kr.94.500 og greiða þarf staðfestingargjald kr. 20.000 við skráningu í reikningsnúmerið 0189-26-6575 kt. 4911810289 og senda afrit á netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is

Námskeiðaraðir Grænni skóga hafa verið í gangi frá árinu 2001, fyrst undir stjórn Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, svo Landbúnaðarháskólans og nú Garðyrkjuskólans – FSu á Reykjum.

Haldið í samvinnu Bændasamtaka Íslands, Félaga skógarbænda um allt land, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar og Garðyrkjuskólans á Reykjum – Fjölbrautaskóla Suðurlands, Endurmenntunar græna geirans.

Síðast uppfært 19. september 2023