Endurmenntun græna geirans - Garðyrkjuskólinn

Námskeið vor 2023

 

Torf- og grjóthleðsla - Reykjum 28. - 29. apríl

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti.

Hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti.

Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu.

Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við Garðyrkjuskólann - FSu.

Tími: Fös. 28. apríl kl. 9:00-17:00 og lau. 29. apríl kl. 9:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.

Verð: 49.000 kr. (Kaffi og hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Skráning:  gardyrkjuskolinn@fsu.is

Skráning til 20. apríl.

Síðast uppfært 31. mars 2023