Persónuverndarstefna Fjölbrautaskóla Suðurlands

Persónuverndarstefna Fjölbrautaskóla Suðurlands – stytt útgáfa

Hvaða persónuupplýsingar vinnur FSu með?
FSu vinnur með persónuupplýsingar um nemendur og starfsfólk skólans, einstaklinga og viðskiptvini sem skólinn er í samskipum við.

Hver er tilgangurinn með skráningu persónuupplýsinga?
FSu safnar persónuupplýsingum til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli laga sem gilda um framhaldsskóla og á grundvelli reglugerðar um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum. FSu er afhendingarskyldur aðili til Þjóðskjalasafns skv. lögum um opinber skjalasöfn og ber að varðveita gögn fram að skilum til Þjóðskjalasafns. Einnig safnar skólinn persónuupplýsingum vegna samningssambands við starfsfólk og verktaka.

Hvernig er unnið með persónuupplýsingar?
Vinnslan er takmörkuð við meðalhóf og takmarkast við það sem nauðsynlegt er og viðeigandi til að ná því markmiði sem stefnt er að með vinnslunni.

Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?
Að jafnaði aflar skólinn persónuupplýsinga beint frá þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða eða forráðamanni hans. Við tilteknar aðstæður geta upplýsingarnar þó komið frá öðrum, t.d. Þjóðskrá eða heilbrigðisstofnun.

Hvaða vinnsluaðilar eru í samstarfi við FSu?

Þessir eru helstir: 
Advania  hýsir námsferils- og kennslukerfið INNU í öruggu og vottuðu umhverfi.
Advania hýsir einnig kerfið Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Allir kerfishlutar Orra eru aðgangsstýrðir.
Háskóli Íslands þjónustar FSu með tölvuþjónustu í skýi, s.s. fyrir tölvupóst og gagnavistun í Menntaskýi. Þjónustuaðili HÍ fyrir Menntaskýið er Microsoft fyrirtækið sem er með starfsstöð á Írlandi og fylgir persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins.

Til hvers er rafræn vöktun og hvernig er staðið að henni?
Vöktun með eftirlitsmyndavélum er í skólabyggingunum. Tilgangur vöktunarinnar er í þágu öryggis þeirra sem um skólahúsnæðið fara og muna í húsnæðinu. Upplýsingum um netnotkun er safnað með atburðaskráningu. Tilgangurinn er í þágu bilanagreiningar og netöryggis. 

Eru persónuupplýsingar afhentar öðrum?
FSu miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema það sé skylt samkvæmt lögum eða ef viðkomandi nemandi eða starfsmaður hefur óskað eftir því eða samþykkt það.

Hver er þinn réttur varðandi upplýsingar um þig?

  • Þú hefur rétt til að fá upplýsingar um allar skráðar persónulegar upplýsingar um þig, rafrænar eða á pappír, hvaðan þær komu og til hvers þær eru notaðar.
  • Þú hefur rétt til að koma á framfæri athugasemd við ófullkomnar eða rangar upplýsingar um þig.

Hafa forsjáraðilar aðgang að upplýsingum?
Aðgangur forsjáraðila að upplýsingum um námsframvindu ólögráða barna þeirra er veittur í vefkerfinu INNU.

Hvert á að senda erindi sem varðar persónuvernd?
Persónuverndarfulltrúi FSu Guðrún Þórðardóttir tekur á móti erindum er varða vinnslu persónuupplýsinga. Hún er með tölvupóst personuvernd@fsu.is og síma 616 0824. Persónuverndarstefnuna í heild sinni má fá með því að senda póst á þetta netfang. 

Hver hefur eftirlit með starfseminni?
Ef einstaklingur hefur ábendingar eða athugasemdir við vinnslu FSu á persónuupplýsingum hans getur hann sent erindi til Persónuverndar. Upplýsingar um Persónuvernd er að finna á vef stofnunarinnar, www.personuvernd.is

RGB/12/2022

Síðast uppfært 13. desember 2022