Skólaráð

Skólaráð 
Í skólaráði sitja skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri, tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda.  Fundi skólaráðs sitja félagslífs- og forvarnarfulltrúi og stundum fleiri nemendur úr nemendaráði og námsráðgjafi. Skólaráð er samstarfsvettvangur stjórnenda, kennara og nemenda og fjallar um innri málefni skólans sem ekki eru falin skólameistara einum eða almennum kennarafundi. Skólaráð fjallar m.a. um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, undanþágur frá skólasóknarreglum og auk þess um hvers konar erindi önnur sem nemendur beina til hennar. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál. Fundir í skólaráði eru haldnir vikulega á starfstíma skólans (þó ekki meðan á prófum stendur, nema sérstök ástæða sé til).