Mötuneyti nemenda - verðlisti

 Mötuneytið er opið kl. 8:00 - 14:00. Lögð er áhersla á gott aðgengi að hollum og góðum valkostum í fæði. Skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og næringarstefna mötuneytis tekur mið af því. Ávaxtasafar, kókómjólk, kaffi og kakó er selt í mötuneyti.

Matarkort

(Sjá athugasemd neðar)
Skólinn býður nemendum sérstök matarkort sem hægt er að nota til að greiða fyrir mat í mötuneytinu. Greitt er inn á matarkort í Innu með skuldfærslu af kreditkorti. Nemendur þurfa ekki að greiða fyrir kortið sjálft en þeir sem ekki eru með kort þurfa að panta það. Tekið er við kortapöntunum við upphaf hverrar annar og er hægt að hafa samband við Ragnar Geir Brynjólfsson, ragnar@fsu.is eða í síma 480 8158 til að panta matarkort. Ekki er nauðsynlegt að endurnýja kortin og þau er hægt að nota áfram þó nemandi hætti í skólanum og byrji aftur. Ef kort týnist þarf að panta nýtt. Leiðbeiningar um hvernig greitt er inn á matarkort er að finna fyrir neðan verðlistann hér á síðunni.

Aths. í ágúst 2019/RGB: Því miður er framtíð matarkortanna óviss sem stendur því næsta útgáfa af Matráðskerfinu býður ekki upp á tengingu við nemendakerfið INNU. Verið er að skoða til hvaða ráða hægt er að grípa vegna þess. Ákvörðun hefur ekki verið tekin ennþá. Þó er ljóst að ný kort verða ekki tekin inn í kerfið. Eigendur áður útgefinna korta munu geta notað þau áfram og nýtt sína inneign á meðan gamla kerfið verður í notkun. 

Nemendur eiga kost á að kaupa ávexti og mjólkurvörur.
Frá kl. 8:00 - 10.00 er boðið upp á hafragraut á 100 kr. skálina.

Hádegisverður er 5 daga vikunnar. Lögð er áhersla á holla rétti. Salatbar fylgir öllum heitum mat. Eins er hægt að kaupa salatbarinn sér.

Hægt er að kaupa smurt brauð, t.d. langlokur og samlokur.

Í matsal eru örbylgjuofn og samlokugrill, sem nemendur hafa frjálsan aðgang að.


Vikan 20. - 24.janúar

 Mánudagur - Þorskur í kryddraspi, kartöflur og tartarsósa.

 Þriðjudagur - Ítalskar kjötbollur m/ pasta og tómatsósu

 Miðvikudagur - Grænmetis-lasagna og hvítlauksbrauð.

 Fimmtudagur - Kjúklingur í massaman karrí, hrísgrjón og baby maís

 Föstudagur -  Tómatsúpa og ostabrauð.

 

Verðskrá:

Heitur matur, 1 skammtur (salatbar fylgir)    750 kr..

Salatbar                                                             490 kr.

Ostaslaufa                                                         450 kr.

Langloka m/áleggi                                            600 kr.

Ávextir/.orkustöng                                            100 kr.

Ávextir í boxi                                                     400 kr

Hafragrautur                                                      100 kr.

Skyr/jógúrt                                                        200 kr.

Próteindrykkir/AB-mjólk                                 250 kr.

Ávaxtasafi/kókómjólk                                      150 kr.

Kaffi/kakó/te                                                     250 kr.

Toppur/heilsusafi í flösku                                250 kr. 

Kaffikort X10                                                  2000 kr.

___________________________________________

Matarkort leiðbeiningar skref 1: 

 

Matarkort skref 2: 

Matarkort skref 3:

 

Matarkort skref 4: