Inntökuskilyrði og röðun í kjarnaáfanga
Inntökuskilyrði
Gerðar eru sérstakar kröfur um undirbúning og námsárangur vegna innritunar á einstakar námsbrautir skólans, enda miða þær að því að bjóða nemendum upp á nám sem hæfir undirbúningi þeirra.
Inntökuskilyrði á starfs- og verknámsbrautir:
| Einkunnir við lok grunnskóla | |
| Íslenska | C |
| Stærðfræði | C |
Inntökuskilyrði á sérnámsbraut/starfsbraut:
Stjörnumerkt einkunn, unnið samkvæmt einstaklingsnámskrá.
Inntökuskilyrði á stúdentsbrautir:
|
Einkunnir við lok grunnskóla |
|
| Íslenska | C |
| Stærðfræði | C |
| Enska | C |
Nemendur sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði eiga kost á að hefja nám á Grunnmenntabrú. Að fullnægðum tilteknum skilyrðum um námsárangur geta þeir síðan haldið áfram námi á öðrum brautum skólans.
Almennt gildir um röðun í áfanga í kjarnagreinum:
Einkunn: Áfangi:
D Upprifjunaráfangi
C og C+ Áfangi á 1. þrepi
B og hærra Áfangi á 2. þrepi.
Röðun í áfanga:
Stærðfræði:
| Einkunn: | Áfangi: |
| A | STÆR2AF05 |
| B og B+ | STÆR2AR05 |
| C og C+ | STÆR1AJ05 |
| D | Upprifjun í eina til tvær annir |
Íslenska:
| Einkunn: | Áfangi: |
| A/B+/B | ÍSLE2OS05 |
| C+ | ÍSLE1GB05 |
| C og D | ÍSLE1GA05 |
Enska:
| Einkunn: | Áfangi: |
| A /B+/B | ENSK2OL05 |
| D/C+/C | ENSK1HA05 |
Danska:
| Einkunn: | Áfangi: |
| A, B+ og B | DANS2FJ05 |
| C, C+ og D | DANS1DL05 |







