Aðstaða

salurSafnið er staðsett í miðrými skólans á fyrstu hæð.

Safnkostur telur um 17.000 eintök bóka og um 30 tímarit eru í áskrift. Einnig á safnið ágætt úrval kvikmynda og fræðslumynda á mynddiskum (DVD).

Safnefni er lánað út til nemenda viku í senn nema annað sé tekið fram. Kennsluefni er lánað út í eina kennslustund að jafnaði. Útlánstími til kennara er þrjár vikur.

Boðið er upp á lesbása fyrir 30 nemendur í senn og fimm hópvinnuborð eru á safninu.

Tölvur til upplýsingaleitar og verkefnavinnu eru 8 talsins og prentarar eru í afgreiðslu safnsins.
Að auki eru ellefu fartölvur lánaðar til nemenda í kennslustundir.
Leiðbeiningar um útprentun.

Skanni, ljósritunarvél og hljóðupptökutæki standa nemendum einnig til boða.
fsusafn1

Síðast uppfært 24. ágúst 2023