Samstarfsnefnd

Samstarfsnefnd Kennarafélags FSu og skólans
Hana skipa skólameistari, aðstoðarskólameistari og fimm fulltrúar kennara. Núverandi fulltrúar kennara eru Ægir Pétur Ellertsson, Guðbjörg Grímsdóttir og Sverrir G. Ingibjartsson.  Til vara þau Ragnheiður Eiríksdóttir og Tómas Davíð Ibsen.  Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um forsendur starfaflokkunar og röðunar starfa í launaflokka. Einnig skal nefndin fjalla um röðun starfa skv. 25. gr. laga nr.94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.