Hestaliðabraut er bókleg og verkleg 124 - 134 eininga námsbraut með námslok á 2. hæfniþrepi. Námið veitir góða undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum ásamt verklegri þjálfun og bóknámi í greinum tengdum hestamennsku og reiðmennsku. Námið er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu í sérhæfðum störfum innan hestamennsku.
Meðalnámstími er 4 annir en að loknu tveggja ára námi í hestamennsku geta nemendur bætt við sig þriðja árinu og lokið því samhliða stúdentsprófi.
Skilyrði fyrir inntöku á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi. Nemandinn þarf einnig að vera í viðunandi líkamlegu formi og geta stigið á og af baki.
Röðun í byrjunaráfanga í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði tekur mið af hæfnieinkunn úr grunnskóla og til að hefja nám á öðru hæfniþrepi þarf einkunn B eða hærra. Nánari leiðbeiningar
*Missi nemendur af félagsfræði og umhverfisfræði á fyrsta þrepi taka þeir aðra áfanga í félags- og náttúrufræðigreinum í staðinn.
Starfsnám: Til að útskrifast af hestaliðabraut þurfa allir nemendur að taka starfsnám á viðurkenndum verknámsstað. Nemendur taka 2 starfsnámslotur og fara þær fram að sumri að loknum undirbúningsáfanga. Sú fyrri að lokinni annarri önn og sú seinni að lokinni fjórðu önn.
Bæði í fyrra og seinna starfsnáminu fer fram kynning og verkleg þjálfun á ýmsum störfum í hestamennsku. Meginviðfangsefni er að nemandinn fái að aðstoða við og framkvæma helstu verk sem unnin eru varðandi hrossahald starfsnámsstaðarins og auki þar með þekkingu sína, verkfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Einnig fá nemendur innsýn í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús/hestatengdar ferðaþjónustu svo og þjálfun í mannlegum samskiptum. Í seinna starfsnáminu er gerð krafa um að nemendur fái að aðstoða fagaðila við markvissa þjálfun hrossa.
Röðun séráfanga brautar eftir önnum:
Sjá nánari upplýsingar á facebook síðu brautarinnar: facebook.com/hestabraut.fsu