Reglur

Aðgangur að tölvukerfi og tækjabúnaði FSu er ætlaður til eflingar námi og starfsemi sem samrýmist markmiðum skólans.

Nemandi ber ábyrgð aðgangi sínum að tölvukerfi FSu og er með öllu óheimilt að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu og aðgangsorði.

 

Óleyfilegt er
- að neyta matvæla í og við tölvur FSu,
- að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en sínu eigin,
- að reyna að komast inn á net eða tölvur í leyfisleysi,
- að sækja, senda, geyma eða nota á neti skólans forrit sem hægt er að nota til innbrota eða annarra skemmdarverka,
- að breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda,
- að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu annarra,
- að senda, sækja eða geyma klámefni eða ofbeldisefni,
- að senda fjöldapóst, keðjubréf og annan ruslpóst,
- að sækja á Internetið efnismikil gögn sem ekki tengjast námi  eða starfsemi stofnunarinnar.

Notendur tölvukerfisins eiga að stilla útprentunum í hóf. Ef prentverk prentast ekki ber að tilkynna bilun og koma síðar og taka prentunina.

Öll áreitni á Netinu í hvaða formi sem hún birtist er stranglega bönnuð.

Brot á þessum reglum geta haft í för með sér netaðgangsmissi eða þyngri refsingu sem skólameistari ákveður svo sem brottrekstur úr skóla.

Síðast uppfært 20. nóvember 2023