Tilkynna einelti

Einelti er endurtekin ótilhlýðileg og ámælisverð háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.  

Möguleiki er að koma skilaboðum til eineltisteymis um einelti sem hugsanlega viðgengst í skólanum.  Eineltisteymið er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara, námsráðgjöfum, félagsráðgjafa og umsjónarkennara þeirra nemenda sem að málinu koma. Eineltisteymið vinnur eftir ákveðnu verkferli og tekur viðtöl við aðila málsins, þolendur,  gerendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri. Komi upp eineltismál er stuðst við eineltisáætlun skólans sem sjá má hér.  (https://www.fsu.is/is/moya/page/verkferill-eineltis

Hægt er að tilkynna einelti á eyðublaði sem opnast hér: Tilkynna einelti

Síðast uppfært 22. janúar 2024