Aðgerðir gegn einelti

Einelti er ofbeldi sem líðst ekki í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skólinn er fyrir alla og fjölbreytileiki skapar frjórra samfélag. Skólinn á að vera griðastaður nemenda og er litið á einelti sem alvarlega ógn við þá fullyrðingu. Opinberlega og opinskátt er skráð og vísað til þess að einelti er ekki umborið í FSu.

Eineltisteymi skólans er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara, náms- og starfsráðgjöfum og umsjónarkennara þeirra nemenda sem að málinu koma. Eineltisteymið hefur sérstakt netfang einelti@fsu.is á það er hægt að senda ábendingar um (grun) einelti. Allar tilkynningar skoðast sem trúnaðarmál.


Verkferill þegar upp kemur (grunur um) einelti

Eyðublað til útfyllingar:
Tilkynning um (grun um) einelti