Golfakademía

Golfakademía - ekki starfrækt veturinn 2021-2022

Aðsetur: Svarfhólsvöllur ( Golfklúbbur Selfoss)
Sími: 482-3335
Farsími: 8931650
Póstfang: gosgolf@gosgolf.is

Yfirþjálfari:

Hlynur Geir Hjartarson PGA golfkennari

 Hlynur Geir Hjartarson golfkennari 

Æfingaaðstaða: Golfvöllur Selfoss og inniaðstaða GOS

Íþróttahús Iðu (þreksalur): Styrktaræfingar

Inniaðstaða á golfvelli Selfoss

Lýsing

Í golfakademíunni vinna nemendur að verklegum og bóklegum þáttum golfíþróttarinnar ásamt því að stunda líkamsþjálfun. Þar sem akademían er fyrir afreksíþróttafólk eru gerðar forkröfur um að nemendur séu með 18 í forgjöf eða lægri. Nemendur stunda æfingar með PGA golfþjálfara tvær kennslustundir í viku ásamt því að stunda líkamsrækt undir þjálfun íþróttakennara, tvær kennslustundir í viku. Gerð er krafa um lestur fræðiefnis og golfreglna R&A.

Gjald

Nemendur greiða æfingagjald á hverri önn til GOS. Upphæð gjaldsins er ákveðin af stjórn GOS. Í gjaldinu felst greiðsla fyrir kennsluna og eina peysu/jakka á ári.

 

Síðast uppfært 07. október 2021