Fréttir

Manúela Maggý vann söngkeppnina

Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens vann söngkeppni NFSu sem fram fór í Iðu í gærkvöldi. Níu söngvarar tóku þátt og var keppnin hin glæsilegasta.
Lesa meira

Söngkeppni NFSu

Söngkeppni NFSu verður haldin í kvöld (miðvikudaginn 5. nóvember) í íþróttahúsinu Iðu. Húsið opnar kl. 19:00 og keppnin hefst kl. 20:00. Miðaverð 3.500 kr. Við mælum með að fólk kaupi sér miða á Stubb til að koma í veg fyrir mikla biðröð við hurð. Það eru öll velkomin og við viljum hvetja ykkur til að mæta á svæðið og styðja við bakið á þessum flottu krökkum sem hafa unnið hörðum höndum við undirbúning keppninnar síðustu vikur. https://stubb.is/events/b8BwPy
Lesa meira

EINVALALIÐ Á NJÁLUSLÓÐUM

Föstudaginn 10. október síðastliðinn lagði vaskur hópur nemenda upp frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Förinni var heitið í Rangárvallasýslu á slóðir Gunnars, Hallgerðar, Njáls, Skarphéðins, Bergþóru og Hildigunnar svo nokkrar persónur Brennu-Njáls sögu séu tíndar til. Lá leiðin upp með Ytri-Rangá að Þingskálum þar sem litið var yfir búðartóftir á þingstað. Því næst var ekið að Gunnarssteini en þar brugðu nemendur á leik og settu sig í spor þeirra bræðra, Gunnars, Kolskeggs og Hjartar þegar vesælir menn sátu fyrir þeim 30 talsins.
Lesa meira

Innritun í kvöldskóla - pípulagnir og rafvirkjun

Ekki verður tekið við nýjum nemendum í kvöldnám í pípulögnum og rafvirkjun á vorönn. Stefnt er að því innrita hópa í þessum greinum næsta haust og munum við birta nánari upplýsingar um innritun þegar nær dregur. Við þökkum kærlega fyrir þann mikla áhuga sem hefur verið á kvöldnámi í þessum greinum og hvetjum áhugasama til að fylgjast með heimasíðu skólans og samfélagsmiðlum okkar í vor fyrir frekari upplýsingar.
Lesa meira

SKAPANDI SAMSTARF MYNDLISTAR OG HÚSASMÍÐA

Nemendur FSu í grafískri hönnun hafa síðastliðnar vikur stundað nám í veggspjaldagerð. Eins og svo oft fékk myndlistardeildin til liðs við sig aðra deild innan FSu og í þetta sinn var samstarfið við húsasmíðabraut skólans. Þemað var VINNUSTAÐAMENNING og undirflokkar voru meðal annars öryggismál, einelti, hópsamskipti, fagmennska og sorpflokkun.
Lesa meira

FSu handhafi jafnvægisvogarinnar 2025

FSu hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA árið 2025. Jafnvægisvogin er verkefni á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og hefur verið afhent árlega síðan 2019. Alls hlutu 128 aðilar viðurkenningu að þessu sinni, 90 fyrirtæki, 22 opinberar stofnanir og 16 sveitarfélög úr hópi 253 þátttakenda í verkefninu.
Lesa meira

GLIMRANDI GÓÐGERÐAVIKA

Nemendafélag FSu hélt góðgerðadaga vikuna 6. til 10. október þar sem nemendur skoruðu hverjir á aðra og ýmsa kennara í margskonar keppnum og uppákomum. Meginmarkmið vikunnar var að safna peningum í sjóð og styðja með því starf SÁÁ.
Lesa meira

UM MORINSHEIÐI OG KATTARHRYGG

Nýliðinn 2. september gengu hvorki meira né minna en fimmtíu og tveir FSu nemendur og fjórir kennarar yfir Fimmvörðuháls frá Skógum og yfir í Þórsmörk. Framhjá Magna og Móða sem mynduðust í eldgosinu árið 2010 og um Morinsheiði og Kattahrygg. Ganga þessi er megin verkefni áfangans ÍÞRÓ2JF02. Var þetta ellefta haustið sem þessi ferð er farin með hóp frá FSu. Hópnum var ekið í rútu snemma morguns að Skógum þar sem gangan hófst og siðan var hann sóttur í Bása í Þórsmörk um kvöldið að lokinni göngu.
Lesa meira

VÉLVIRKJANEMENDUR KLÆÐAST HLÍFÐARFATNAÐI

Miðvikudaginn 3. september síðastliðinn fengu nýnemar á vélvirkjabraut afhentan fata- og verkfærapakka. Þetta er liður í að koma öllum nemendum í viðeigandi hlífðarfatnað í verksal. Þessi pakki eða gjöf samanstendur af vinnuskóm, vinnubuxum, peysu ásamt öryggisgleraugum og rennimáli. Fyrirtækið Sindri útvegaði föt og verkfæri og veitti rausnarlegan afslátt og Fossvélar og FSu styrktu verkefnið svo um munaði. Peysurnar eru merktar Fossvélum, Sindra og FSu á baki og buxurnar á skálm.
Lesa meira

FÉLAGSLEGIR TÖFRAR Á ÞRÍSKÓLAFUNDI

Samstarfsfundur starfsfólks framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi var haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 29. september. Þessir þrír skólar hafa lengi unnið saman að ýmsum málum eins og námsframboði og skipulagi náms. Allt starfsfólk skólanna hittist síðan á tveggja til þriggja ára fresti og skiptast skólarnir á um að halda þá fundi.
Lesa meira