Fréttir

RÁÐAGERÐI OG RÁÐLEYSA

Hefðir og nýjungar fléttast alltaf saman í skólastarfi enda þarf skóli bæði að þróast fram í tímann og virða hið liðna. Reyndar eru ýmsir þeirrar skoðunar að skóli sé frekar íhaldssöm stofnun og nái aldrei að slá í takti við þróun samfélagsins. Þá segja hinir að með því að eltast við nýjungar sé skólinn að æra óstöðugan.
Lesa meira

FSu Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Í GETTU BETUR

Tveimur umferðum er nú lokið í GETTU BETUR keppni framhaldsskólanna og sigraði lið FSu í þeim báðum. Í fyrri umferðinni var lið Flensborgarskólans lagt að velli og í þeirri síðari lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sannarlega glæsilegur árangur þriggja frábærra nemenda en liðið er skipað Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur (á 2. ári) - Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur (á 3. ári). Teymið hefur æft á fullu síðan í nóvember og hafa liðsmenn lagt mikla vinnu og visku í þann undirbúning. Og nú komin í átta liða úrslit og í sjálfa sjónvarpskeppnina.
Lesa meira

Skráning í sóttkví/einangrun

Ef þið lendið í sóttkví eða einangrun er mikilvægt að tilkynna skólanum það strax. Til þess eru tvær leiðir: 1) Skráning í Innu: Smella á „Skrá veikindi“ og skrá skýringu á fjarveru sem sóttkví eða einangrun ásamt lokadegi sóttkvíar eða einangrunar. 2) Hringja á skrifstofu skólans, 480-8100 og gefa upp lokadag sóttkvíar eða einangrunar.
Lesa meira

HVAÐ GETUR KENNARI BEÐIÐ UM MEIRA?

Nemendur í íslensku áfanganum NÚTÍMABÓKMENNTUM luku námi sínu á liðinni haustönn með því að velja sér ljóðabók eftir höfund sem fæddur er eftir árið 1980. Að sögn Rósu Mörtu Guðnadóttur kennara „flæddi fram fjölbreyttur straumur ljóða og áhugaglampi kviknaði í augum nemenda og kennara.
Lesa meira

GETTU BETUR Á MÁNUDAGSKVÖLD

Nýju skólaári er alveg eins hægt að fagna með umfjöllun um unga og ferska kennara en nýjustu tölur í nemendahaldinu. Það er hægt að gera síðar. Enda eru ungir og hugmyndaríkir kennarar hverri skólastofnun nauðsynlegir. Þeir lyfta henni upp ef svo má segja og bjóða gleðilegt kennsluár. Blása inn fersku og nýju lofti, nýju gildismati. Því ekki er endalaust hægt að reiða sig á þá miðaldra eða gömlu sem eldast eins og gjafmildir guðir. Þó verður að taka það fram að þeir gömlu eru frábærir og skólanum nauðsynlegir. Endurnýjun í kennaraliði FSu hefur verið töluverð á liðnum áratug. Kjarninn í liðinu frá stofnun skólans í byrjun níunda áratugarins var gríðarlegur efniviður en hefur nú kvatt vettvang skólastofunnar.
Lesa meira

JÓLA DÝRGRIPIRNIR Í GLUGGUM SKÓLANS

Jólamyndirnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands setja mikinn svip á húsnæðið og umhverfi þess. Þetta er viðvarandi hefð frá þeim tíma þegar sómamaðurinn Árni Sverrir Erlingsson húsasmíðameistari kenndi við Fjölbraut en Árni var upphafsmaður, hugmyndasmiður og aðalhvatamaður þessa verkefnis. Að sögn Elísabetar H. Harðardóttur núverandi myndlistarkennara vildi Árni fá JÓL í skólann eins í gluggum grunnskólanna. Stigagangarnir fengu króka til að halda uppi myndunum og eins var útbúin haganleg geymsla í myndlistarhorninu þar sem myndirnar voru geymdar milli ára.
Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FSu

Brautskráning frá FSu tókst að vanda með ágætum á haustönn 2021, þann 18. desember síðastliðinn. Þrátt fyrir að hún væri að hluta rafræn leggja allir sín lóð á vogarskálarnar. Í því sambandi mæðir mikið á stjórnendum skólans. Þar liggur álagið. Allt þarf að vera klárt á réttum tíma. Athöfnin hófst á því að þrír nemendur FSu, Flúðaskóla og Tónlistarskóla Árnessýslu léku á strengjahljóðfæri og fluttu þríleik á fiðlur þar sem strengirnir voru ýmist stroknir eða plokkaðir. Tónverk í frjálsu formi eftir Jósef Helmesberger þar sem Einar Bjartur Egilsson tónlistarkennari stýrði flutningnum og sá um undirleik á píanó. Flytjendur voru Elísabet Anna Dutsjak, Eyrúnu Hrund Ingvarsdóttur og Hildur Tanja Karlsdóttir. Virkilega skemmtilegt INTRÓ.
Lesa meira

Brautskráning haustannar - 18. desember

Brautskráning haustannar fer fram laugardaginn 18. desember klukkan 13:30. Sjá hlekk á útsendingu í fréttinni.
Lesa meira

ÁFRAM LEIKLIST

Nemendur í leiklistaráföngum í FSu hafa virkjað sköpunarkraftinn á fjölbreyttan hátt á liðinni haustönn 2021. Unnin hafa verið svokölluð samsköpunarverkefni þar sem hver hópur vinnur með ákveðna leikstíla og þemu. Einnig hafa nemendur unnið að leikritun og persónusköpun þar sem þeir skapa persónur frá grunni og gera þær lifandi og leikandi.
Lesa meira

ERLENT SAMSTARF Í BLÓMA

ERLENT samstarf skóla er mikilvægt í námi nemenda og ekki síður í skólaþróun. Er samstarfið þá oftast myndað á milli þriggja skóla frá þremur löndum í gegnum evrópska menntasjóði þar sem ákveðin umfjöllunarefni eru tekin til skoðunar. Í gegnum árin hefur FSu verið virkur þátttakandi í slíku samstarfi sem hefur opnað fjölmörgum nemendum aðgang að ólíkum löndum og fjarlægum menningarheimum.
Lesa meira