Fréttir

Önnur umferð í Gettu betur

Lið FSu mætir liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti á morgun, þriðjudaginn 16. janúar. Keppnin verður í útvarpssal í beinni útsendingu á Rás 2 strax að loknum kvöldfréttum um kl. 19.20 og hefst viðureign FSu kl.21
Lesa meira

FSu sigraði FVA í Gettu betur

Gettu betur lið FSu sigrað í kvöld i lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi með 30 stigum gegn 22 og eru því komin í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Gettu betur hefst í kvöld

Í kvöld, mánudaginn 8. janúar kl. 20:20 mun Gettu betur lið FSu keppa í útvarpssal í beinni útsendingu á Rás 2 við lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Lið FSu skipa þau Vilborg María Ísleifsdóttir, Artúr Guðnason og Sólmundur Magnús Sigurðarson. Liðsstjóri er Ágústa Ragnarsdóttir. Allir að stilla á Rás 2 í kvöld. Áfram FSu!
Lesa meira

Upphaf vorannar - kennsla hefst. Stundatöflur og töflubreytingar.

Fimmtudaginn 4. janúar kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá, föstudaginn 5. janúar.
Lesa meira

Sæbjörg Eva er dúx FSu á haustönn 2017

Sæbjörg Eva Hlynsdóttir er dúx FSu á haustönn 2017. Sæbjörg lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári. 70 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 21. desember.
Lesa meira

Brautskráning 21. desember

Fimmtudaginn 21. desember er brautskráning sem hefst kl.14. Um 70 útskriftarefni taka þá við prófskírteinum sínum. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti eftir athöfn.
Lesa meira

Veggjalist FSu komin upp

Verk úr veggjalistaráfanga Fjölbrautaskóla Suðurlands eru komin upp við Húsasmiðjuna og Blómaval. Verkin voru unnin af 17 nemendum. Efnistök voru frjáls og hvert verk er sjálfstætt enda var ekki komið á hreint í upphafi annar hvar verkin skildu sett upp. Verkin voru unnin í svokallaðri Smiðju í hinu nýja verknámshúsi FSu, Hamri.
Lesa meira

Ljósmyndasýning hönnunardeildar

Nemendur í þriðja þreps áfanga í fatahönnun, HÖNN3FH05, hafa sett upp ljósmyndasýningu við andyri Odda, en sýningin er hluti af lokaverkefni áfangans
Lesa meira

Verkefni í FILM1SX02

Nemendur í FILM1SX02 áfanga, sem er kvikmyndagerð á starfsbraut hafa framleitt fjölbreyttar myndir sem hafa vakið gleði og aðdáun meðal kennara. Flest verkefnin eru unnin með aðferð sem kallast á ensku "Stop Motion" og er stundum kallað "hikmynd" á íslensku.
Lesa meira