Fréttir
SÓMI
21.01.2025
Fín frammistaða FSu-ara gegn FÁ í kvöld 21. janúar í Efstaleiti RÚV en auðvitað er alltaf takmark að komast í sjónvarpið. Útvarpstap 21 gegn 30 stigum Ármýlinga. Góð frammistaða í hraðaspurningum þar sem FSu náði 13 gegn 14 stigum FÁ.
Lesa meira
SIGUR Í FYRSTU UMFERÐ GETTU BETUR
21.01.2025
Nemendalið FSu bar sigur úr býtum í GETTU BETUR á móti Framhaldsskólanum á Laugum fimmtudaginn 9. janúar síðastliðinn. Næsta viðureign liðsins verður þriðjudagskvöldið 21. janúar á móti Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Lesa meira
BRAUTSKRÁNING SEM TÓKST MEÐ ÁGÆTUM
18.01.2025
Þrátt fyrir verkfall kennara við FSu á síðustu önn tókst með samheldni og lausnamiðuðum aðferðum að koma námskipi FSu heilu í höfn. Allir lögðust á árarnar, stjórnendur, starfsfólk og nemendur. Uppskeran var laugardaginn 11. janúar og skólinn litaðist gulum ljóma.
Lesa meira
Hraðkennsla 15. janúar
15.01.2025
Miðvikudaginn 15. janúar verður kennt með hraðkennslufyrirkomulagi. Markmiðið er nemendur hitti alla sína kennara þar sem farið verður yfir námsáætlanir og fleira. Um 30 mínútna kennslustundir er að ræða.
Lesa meira
SKÓLASTARF KOMIÐ Á RÓL
06.01.2025
Undirbúningur skólastarfs í FSu kallast einu nafni RÓL sem á sér merkingar eins og að vera komin á fætur eða vera á ferli eða röltinu svo eitthvað sé nefnt. Að minnsta kosti hefur eitthvað vaknað sem er komið á hreyfingu. Eins og skólastarf. Svo má finna þetta áhugaverða orð í bókmenntum eins og í bjarta sálminum: „Nú er ég klæddur og kominn á ról, kristur Jesús veri mitt skjól.” Og meira að segja í myrkviðum Grýlukvæðis stendur: „Nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á rólunum.” Hún gafst sem sagt upp á að hreyfa sig og er það okkur öllum til góðs.
Lesa meira
Jólakveðja
25.12.2024
Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands sendir landsmönnum öllum hugheilar jólaveðjur með góðum þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Dagskrá og opnunartími næstu vikna
20.12.2024
Í dag er síðasti kennsludagur haustannar. Önninni lýkur ekki formlega fyrr en á nýju ári. Skrifstofa skólans verður lokuð yfir jól og áramót. Hún opnar fimmtudaginn 2. janúar kl. 8:00.
Lesa meira
Uppfært skóladagatal
09.12.2024
Búið er að uppfæra dagatal skólans fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Lesa meira
Ekki verkfall í FSu 1. febrúar
05.12.2024
Eftirfarandi tilkynning barst skólanum fyrr í dag:
Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í FSu verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn munu hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar.
Lesa meira