Fréttir
RÁÐHERRA MENNTAMÁLA Í HEIMSÓKN
13.11.2025
Ráðherra barna- og menntamála Guðmundur Ingi Kristinsson ásamt Ragnhildi Bolladóttur, Ívu Björnsdóttur og Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur heimsóttu FSu á hádegi 12. nóvember. Tilgangur fundarins var að fylgja eftir hugmyndum ráðherra um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastiginu.
Lesa meira
Knús, kærleikur og samstaða í nóvember
12.11.2025
EKKO teymi FSu hefur undanfarið unnið ötullega að málefnum sem snúa að einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Nemendur hafa verið virkir þátttakendur í ferlinu, komið með hugmyndir að forvörnum og deilt sinni sýn á góð samskipti.
Lesa meira
Dómaraáfangi í samstarfi við KSÍ
08.11.2025
FSu, í samstarfi við KSÍ, kennir áfanga í knattspyrnudómgæslu á haustönn 2025. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur áfangi er kenndur á Íslandi.
Lesa meira
Manúela Maggý vann söngkeppnina
06.11.2025
Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens vann söngkeppni NFSu sem fram fór í Iðu í gærkvöldi. Níu söngvarar tóku þátt og var keppnin hin glæsilegasta.
Lesa meira
Söngkeppni NFSu
05.11.2025
Söngkeppni NFSu verður haldin í kvöld (miðvikudaginn 5. nóvember) í íþróttahúsinu Iðu. Húsið opnar kl. 19:00 og keppnin hefst kl. 20:00.
Miðaverð 3.500 kr.
Við mælum með að fólk kaupi sér miða á Stubb til að koma í veg fyrir mikla biðröð við hurð.
Það eru öll velkomin og við viljum hvetja ykkur til að mæta á svæðið og styðja við bakið á þessum flottu krökkum sem hafa unnið hörðum höndum við undirbúning keppninnar síðustu vikur.
https://stubb.is/events/b8BwPy
Lesa meira
EINVALALIÐ Á NJÁLUSLÓÐUM
30.10.2025
Föstudaginn 10. október síðastliðinn lagði vaskur hópur nemenda upp frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Förinni var heitið í Rangárvallasýslu á slóðir Gunnars, Hallgerðar, Njáls, Skarphéðins, Bergþóru og Hildigunnar svo nokkrar persónur Brennu-Njáls sögu séu tíndar til. Lá leiðin upp með Ytri-Rangá að Þingskálum þar sem litið var yfir búðartóftir á þingstað. Því næst var ekið að Gunnarssteini en þar brugðu nemendur á leik og settu sig í spor þeirra bræðra, Gunnars, Kolskeggs og Hjartar þegar vesælir menn sátu fyrir þeim 30 talsins.
Lesa meira
Innritun í kvöldskóla - pípulagnir og rafvirkjun
28.10.2025
Ekki verður tekið við nýjum nemendum í kvöldnám í pípulögnum og rafvirkjun á vorönn.
Stefnt er að því innrita hópa í þessum greinum næsta haust og munum við birta nánari upplýsingar um innritun þegar nær dregur.
Við þökkum kærlega fyrir þann mikla áhuga sem hefur verið á kvöldnámi í þessum greinum og hvetjum áhugasama til að fylgjast með heimasíðu skólans og samfélagsmiðlum okkar í vor fyrir frekari upplýsingar.
Lesa meira
SKAPANDI SAMSTARF MYNDLISTAR OG HÚSASMÍÐA
22.10.2025
Nemendur FSu í grafískri hönnun hafa síðastliðnar vikur stundað nám í veggspjaldagerð. Eins og svo oft fékk myndlistardeildin til liðs við sig aðra deild innan FSu og í þetta sinn var samstarfið við húsasmíðabraut skólans. Þemað var VINNUSTAÐAMENNING og undirflokkar voru meðal annars öryggismál, einelti, hópsamskipti, fagmennska og sorpflokkun.
Lesa meira
FSu handhafi jafnvægisvogarinnar 2025
16.10.2025
FSu hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA árið 2025.
Jafnvægisvogin er verkefni á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og hefur verið afhent árlega síðan 2019. Alls hlutu 128 aðilar viðurkenningu að þessu sinni, 90 fyrirtæki, 22 opinberar stofnanir og 16 sveitarfélög úr hópi 253 þátttakenda í verkefninu.
Lesa meira
GLIMRANDI GÓÐGERÐAVIKA
14.10.2025
Nemendafélag FSu hélt góðgerðadaga vikuna 6. til 10. október þar sem nemendur skoruðu hverjir á aðra og ýmsa kennara í margskonar keppnum og uppákomum. Meginmarkmið vikunnar var að safna peningum í sjóð og styðja með því starf SÁÁ.
Lesa meira







