Fréttir

Prófsýning og Inna opnar

Þriðjudaginn 23. maí, er prófsýning kl.12.30 -14.00. Nemendur eru hvattir til að hitta kennara, skoða prófin sín og sækja verkefni. Inna opnar kl. 09:00 sama dag og þá geta nemendur skoðað einkunnir sínar þar. Inna verður lokuð þeim sem eiga útistandandi gjöld á vorönn. Föstudaginn 26. maí er brautskráning sem hefst kl.14. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti eftir athöfn.
Lesa meira

Fatahönnun í FSu

Sýningarverkefni vorannar í fatahönnun voru óvenju fjölbreytt: Sveindís og Bryndís hönnuðu og saumuðu verkið "Þráðlist", sem Svavar setti upp í blindramma, Birgir skipulagði "deildin út á gang" við deildina á þriðju hæð.
Lesa meira

Heimsókn frá Frakklandi

24. apríl komu í heimsókn í skólann 35 nemendur og 3 kennarar. Þeir eru frá frönskum menntaskóla sem ber heitið Lycée Jean Zay d´Orléans sem er við Leirá (Loire). Nemendurnir sem eru 17 ára eru á Náttúrufræðibraut.
Lesa meira

Kynning á fyrirtækjum í viðskiptaensku

Nemendur í viðskiptaensku (ENSK3ÞC05) héldu nýverið opna kynnngu á stóru lokaverkefni í áfanganum. Verkefnið snýst um að vinna í hóp og búa til nýtt fyrirtæki frá grunni, funda vikulega og gera áætlanir og formlegar fundargerðir, vinna viðskiptaáætlun, hanna logo, slagorð og auglýsingar, undirbúa og framkvæma starfsmannaviðtöl og margt fleira.
Lesa meira

Kór FSu í Dublin - Ferðasaga

Kór FSu fór í alveg einstaklega vel heppnað söngferðalag til Dublinar á Írlandi dagana 17.– 23. april síðastliðinn.
Lesa meira

Kynningar á lokaverkefnum í hjúkrunarfræði

Tíu nemar kynntu lokaverkefni sín í hjúkrunarfræði á málstofu sjúkraliðanema nýverið. Nemendurnir munu útskrifast á haustönn að loknu þriggja mánaða verknámi.
Lesa meira

Fúkyrði flugu og fúlmenni lifnuðu við

Nemendur og kennarar úr Njáluáfanganum fóru á Njáluslóðir á dögunum ásamt sögukennaranum Lárusi Bragasyni. Áð var á helstu sögustöðum þar sem nemendur léku og túlkuðu atburði bókarinnar með glensi og innlifun.
Lesa meira

Eðlur heimsækja skólann

Skólinn fylltist af grænum eðlum í dag. Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á vorönn. Eðlurnar voru systur og bræður Pascal, eðlu, sem birtist í teiknimyndinni Tangled. Eðlurnar stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð.
Lesa meira

Tilþrif í strútabolta

Nemendur í Braga skelltu sér í strútabolta i lok annar ásamt kennurum sínum í boði Skólans í okkar höndum. Tilþrifin voru stórfengleg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir má skoða á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira