Fréttir

Nýnemaferð

Nýnemaferðin var farin þriðjudaginn 10.september. Eins og vant er fórum við í Félagslund og áttum þar góða stund – í grenjandi rigningu! Mentorar og yfirmentorar höfðu skipulagt leiki og þrautir og var kennurum skipt á stöðvar en mentorar fylgdu sínum bragahópi í gegnum alla dagskrána.
Lesa meira

Vel sóttur kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir forráðamenn og foreldra nýnema var haldinn í gær. Fundurinn sem er fastur liður á dagskrá skólans var afar vel sóttur, en um 170 manns mættu til að kynna sér starf skólans.
Lesa meira

Hús yfirgefur Hamar

Ferðaþjónustuhús sem byggt var af nemendum síðastliðinn vetur var flutt af lóð skólans í vikunni. Nemendur á húsasmíðabraut byggðu húsið í samvinnu við BYKO.
Lesa meira

Fundur með forsjáraðilum nýnema

Kynning fyrir forráðaaðila nýnema 2019 Þriðjudaginn 3. september 2019 kl. 19:00-20:30 Staðsetning salur/stofa 106
Lesa meira

Eins manns rusl er annars fjársjóður

Í sumar var tilkynnt um úrslit keppninnar Úrgangur í auðlind, sem haldin var á vegum Umhverfis Suðurland í samstarfi við hátíðina „Blóm í bæ“ í Hveragerði og Listasafn Árnesinga. Nemandi í FSu, Sigrún Ó. Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir verk sín „Unnið úr afgöngum“ en þau urðu til í endurvinnluáfanga í myndlist við skólann.
Lesa meira

Nýjar skólasóknarreglur taka gildi frá og með haustönn 2019.

Nýjar skólasóknarreglur taka gildi frá og með haustönn 2019.
Lesa meira

Dúx á hestalínu

Fimm nemendur, þar á meðal Svanhildur Guðbrandsdóttir Dúx FSu vorið 2019 útskrifuðust af Hestabraut laugardaginn 25. mai. Svanhildur Guðbrandsdóttir frá Syðri-Fljótum við Kirkjubæjarklaustur og Dagbjört Skúladóttir frá Þórustöðum í Ölfusi voru verðlaunaðar fyrir góðan árangur í hestatengdum fögum við þessa útskrift.
Lesa meira

Kennarar heiðraðir

Þrír kennarar, Helgi Þorvaldsson, Ólafur Bjarnason og Sigurður Grímsson, sem hafa starfað við FSu í samtals 96 ár létu formlega af störfum við lok vorannar og var þeim færður þakklætisvottur af þessu tilefni á brautskráningu vorannar.
Lesa meira

Svanhildur dúx FSu á vorönn 2019

Svanhildur Guðbrandsdóttir er dúx FSu á vorönn 2019. 105 nemendur brautskráðust frá skólanum laugardaginn 25. maí. Sex nemendur luku námi á húsasmíðabraut, þar af einn sem einnig lauk námi á stúdentsbraut.
Lesa meira