Fréttir

Listasýning í upphafi árs

Árið og önnin byrja með hvelli í myndlistardeildinni en tekin hefur verið upp sú nýbreytni að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans og eru það nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Það eru nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi sem ríða á vaðið og sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 10. - 30. janúar.
Lesa meira

Skóli hefst og Gettu betur byrjar

Vorönn 2020 er hafin og mættu nemendur hressir eftir jólafrí til náms þriðjudaginn 7. janúar. Um 750 nemendur eru skráðir í nám við skólann. Upphaf annar markar líka upphaf spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en lið FSu hefur leik í kvöld og mætir Tækniskólanum kl. 20. VIð hvetjum alla til að hlusta á keppnina, en hægt er að hlusta á viðureignina á RÚV Núll https://www.ruv.is/null. ÁFram FSu!
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar

Nemendur sem þurfa nauðsynlega að láta breyta stundatöflum sínum þurfa nú að óska eftir töflubreytingu rafrænt í Innu, mánudaginn 6. janúar milli 10:00 og 13:00. Nemendur sjá síðdegis eða undir kvöld hvort tafla þeirra hafi breyst samkvæmt ósk eða ekki. Hafi taflan ekki breyst hefur ekki verið unnt að gera breytinguna. Ástæða þess er oftast sú að hópar eru orðnir fullir.
Lesa meira

Arnór Ingi er dúx FSu

Arnór Ingi Grétarsson er dúx FSu á haustönn 2019. Hann útskrifaðist af tveimur stúdentslínum, viðskipta- og hagfræðilínu og alþjóðalínu. Arnór Ingi hlaut einnig viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu og margar viðurkenningar fyrir nám í einstökum námsgreinum.
Lesa meira

Frumleg bókahönnun nemenda

Nemendur í áfanganum NÝMI2GH05 (grafísk hönnun) svokallað bókverk, skiluðu frumlegum lokaverkefnum við lok haustannar.
Lesa meira

Gettu betur 2020

Nýlega var dregið í fyrstu umferð Gettu betur 2020 sem hefst 6. janúar. Lið FSu mun mæta liði Tækniskólans og þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:00.
Lesa meira

Bikarinn í hús eftir langa bið.

Þann 7. desember var seinni einvígisleikur ársins milli Hyskis Höskulds og Tapsárra Flóamanna (briddssveitar starfsmanna FSu) spilaður á heimavelli Hyskisins, Merkurlaut í Flóahreppi. Leikurinn endaði 90 - 66 fyrir Flóamenn. Fyrri leikur ársins fór 94-35 fyrir Flóamenn þannig að briddssveit FSu hefur verið sigursæl þetta ár.
Lesa meira

Tilkynning um eyðingu gagna

Nokkru eftir að starfsfólk hættir störfum eða nemendur útskrifast úr skólanum eru netföng þeirra gerð óvirk í námsferilskerfinu INNU. Vakin er athygli á að 30 dögum eftir að netföng eru óvirkjuð í INNU er afritum þeirra eytt úr Office365 kerfi skólans og þar með gögnum sem þeim tengjast.
Lesa meira

Dimmitantar í heimsókn

Þær voru glaðbeittar appelsínugulu verurnar sem kíktu í heimsókn á síðasta kennsludegi haustannar.
Lesa meira

Húsasmiðjan heimsótt

Nemendur á húsasmíðabraut fóru nýlega í heimsókn í Húsasmiðjuna á Selfossi og fræddust um það sem í boði er af timbri og plötum
Lesa meira