Fréttir

Sigursveinn leysir af sem skólameistari

Sigursveinn Sigurðsson verður starfandi skólameistari skólaárið 2018-2019 í fjarveru Olgu Lísu Garðarsdóttur, sem er í námsleyfi. Sigursveinn hefur starfað við FSu frá árinu 2006. Hann hefur kennt spænsku auk þess að vera sviðsstjóri tungumála og félagsgreina. Hann hefur, auk spænskunáms, lokið M.Ed. námi frá St. Francis Xavier University í Kanada. Þá hefur hann stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Upphaf haustannar 2018

Skólaárið hefst á nýnemadegi sem verður mánudaginn 20. ágúst. Nýnemar munu þá fá afhentar stundaskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og fleira. Dagskráin hefst kl. 08:30 og lýkur í síðasta lagi kl. 13:45. Nemendur fylgist með tímatöflu Strætó vegna heimferðar.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar mánudaginn 20. ágúst

-Mánudaginn 20. ágúst kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 8:15. -Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir hafi þar hæfilegan fjölda eininga. Fullt nám miðast við 30 einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann einingafjölda. -Einstaka nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu og/eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga.
Lesa meira