Fréttir

FÉLAGSLEGIR TÖFRAR Á ÞRÍSKÓLAFUNDI

Samstarfsfundur starfsfólks framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi var haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 29. september. Þessir þrír skólar hafa lengi unnið saman að ýmsum málum eins og námsframboði og skipulagi náms. Allt starfsfólk skólanna hittist síðan á tveggja til þriggja ára fresti og skiptast skólarnir á um að halda þá fundi.
Lesa meira

AFBURÐA ÁRANGUR Í VERKNÁMI

Fyrrverandi húsasmíðanemandi í FSu Jakob Hinriksson en nú fullgildur sveinn í faginu var einn þeirra sem tók sveinspróf í júní síðastliðinn. Afhending sveinsbréfa fór hins vegar fram þriðjudaginn 16. september síðastliðinn á Hótel Nordica í Reykjavík.
Lesa meira

MÖNDLAÐ MEÐ MÓDERNISMA

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.
Lesa meira

BLÓMSTRANDI NÝNEMAFERÐ

Þriðjudaginn 9. september skelltu tæplega 300 manns sér í árlega nýnemaferð FSu. Ferðin tilheyrir áfanganum BRAGA sem er umsjónaráfangi fyrir nýnema. Um 270 nýnemar tóku þátt auk nemendaráðs og starfsfólks. Sama fyrirkomulag hefur verið viðhaft um áratugaskeið - að fara með nemendur í Félagslund í Flóahreppi þar sem fjölmargar þrautir eru leystar undir styrkri stjórn Bragakennara og nemendaráðs. Þrautirnar leystar bæði innandyra og utandyra og hver krókur og afkimi nýttur til hins ýtrasta. Veðurspáin var ekki gæfuleg en úr rættist og veðrið hélst að mestu leyti þurrt - sem var greinilega það sem margir nemendur höfðu treyst á miðað við klæðaburð.
Lesa meira

Tómatar og kartöflur af sömu plöntunni

Í apríl var gerð tilraun með ágræðslu tómataplantna á kartöfluplöntur á Garðyrkjuskólanum. Verkið unnu Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nýútskrifaður garðyrkjufræðingur og Ingólfur Guðnason, kennari í garðyrkjuframleiðslu. Plönturnar lifðu nokkuð vel og sumar þeirra báru ávöxt, bæði tómata og kartöflur.
Lesa meira

Dýrindis morgunverðarhlaðborð í boði GMF

Í FSu er fjölbreytt námsframboð. Meðal annars er hægt að taka grunnnám matvæla- og ferðagreina (GMF). Námið er ætlað nemendum sem stefna að því að vinna við ferðaþjónustu eða stefna að frekara námi í matvælagreinum. Um daginn buðu nemendur nokkrum starfsmönnum í dýrindis morgunverðarhlaðborð sem þau höfðu útbúið.
Lesa meira

Námsver FSu á haustönn

Frá og með fimmtudeginum 11. september verður boðið upp á námsver í FSu. Námsverið er staðsett í stofu 210. Námsverið býður stuðning við heimanám allra nemenda og veitir nemendum með annað móðurmál en íslensku sérstakan stuðning.
Lesa meira