Fréttir

ÁLFRÚN DILJÁ KRISTÍNARDÓTTIR DÚX SCHOLAE

Brautskráningardagur í FSu markar alltaf tímamót og er hátíðisdagur í hugum okkar allra. Miðvikudaginn 20. desember útskrifuðust 62 nemendur af hinum fjölmörgu brautum skólans í bóknámi og verknámi eða samspili þessara tveggja. Í upphafi athafnar flutti kór skólans undir stjórn Stefáns Þorleifssonar tvö jólalög og nemandinn Sveinn Skúli Jónsson tróð upp með einsöng og heillandi framkomu um miðbik athafnar.
Lesa meira

ATORKA OG ATHAFNASEMI Í TRÉDEILD FSu

Það er oft nóg að sýsla í trédeild FSu fyrir utan daglegt nám og störf. Öflug samskipti atvinnulífs og verknáms eru mikilvæg og felast meðal annars í stuðningi við tækjakaup og uppfærslu í öryggismálum. 17. október síðastliðinn var þar mikið um að vera þegar afhending vinnufatapakkans fór fram. Í leiðinni var haldið reisugildi á húsinu sem er í byggingu í porti verknámshússins IÐU. Fulltrúar frá BYKO, Snickers vinnufötum og Bosch verkfæra mættu og sáu um allar veitingar, hlaðborð í mat og drykk auk þess sem Bosch bíllinn mætti á svæðið troðfullur af verkfærum.
Lesa meira

Rausnarlegar gjafir til skólans

Nýlega bárust Garðyrkjuskólanum á Reykjum veglegar gjafir frá Sæmundi Guðmundssyni, eplabónda á Hellu. Sæmundur hefur um árabil verið einn ötulasti ræktandi ávaxtatrjáa á Íslandi. Nemendur Garðyrkjuskólans hafa ítrekað heimsótt Sæmund og fengið að skoða aldingarðinn við heimili hans á Hellu. Það er ótrúleg upplifun að ganga á milli ávaxtatrjánna og sjá hvernig þau þrífast hér á okkar erfiða ræktunarlandi. Nú á haustdögum gaf Sæmundur skólanum um fimmtíu eplatré sem eru góður grunnur að aldintrjáaræktun skólans í framtíðinni. Nemendur gróðursettu trén í stóra potta í verklegri æfingu í áfanga um ávaxtarækt nú á haustönninni. Búið er að koma þeim vel fyrir í garðskála skólans þar sem þau munu gleðja heimafólk og gesti í framtíðinni.
Lesa meira

SAMVINNA NÁMSGREINA Í EINSTÖKUM VIÐBURÐI

„Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um umhverfisvernd, endurnýtingu og sjálfbærni. Gull getur til dæmis leynst í gamalli verðlausri flík eða í gleymdum efnisbút” segir Agnes Ósk Snorradóttir námsráðgjafi við FSu og hugmyndasmiður. Tilefni ummælanna var tískusýning sem nemendur í hársnyrtiiðn og áfanganum Hönnun & endurvinnsla héldu í Bragganum á Eyrarbakka fimmtudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Hér var því um þverfaglega samvinnu að ræða milli kennslugreina þar sem þeir uppskáru afrakstur námsvinnu annarinnar.
Lesa meira