Fréttir

FSu handhafi jafnvægisvogarinnar 2025

FSu hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA árið 2025. Jafnvægisvogin er verkefni á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og hefur verið afhent árlega síðan 2019. Alls hlutu 128 aðilar viðurkenningu að þessu sinni, 90 fyrirtæki, 22 opinberar stofnanir og 16 sveitarfélög úr hópi 253 þátttakenda í verkefninu.
Lesa meira

GLIMRANDI GÓÐGERÐAVIKA

Nemendafélag FSu hélt góðgerðadaga vikuna 6. til 10. október þar sem nemendur skoruðu hverjir á aðra og ýmsa kennara í margskonar keppnum og uppákomum. Meginmarkmið vikunnar var að safna peningum í sjóð og styðja með því starf SÁÁ.
Lesa meira

UM MORINSHEIÐI OG KATTARHRYGG

Nýliðinn 2. september gengu hvorki meira né minna en fimmtíu og tveir FSu nemendur og fjórir kennarar yfir Fimmvörðuháls frá Skógum og yfir í Þórsmörk. Framhjá Magna og Móða sem mynduðust í eldgosinu árið 2010 og um Morinsheiði og Kattahrygg. Ganga þessi er megin verkefni áfangans ÍÞRÓ2JF02. Var þetta ellefta haustið sem þessi ferð er farin með hóp frá FSu. Hópnum var ekið í rútu snemma morguns að Skógum þar sem gangan hófst og siðan var hann sóttur í Bása í Þórsmörk um kvöldið að lokinni göngu.
Lesa meira

VÉLVIRKJANEMENDUR KLÆÐAST HLÍFÐARFATNAÐI

Miðvikudaginn 3. september síðastliðinn fengu nýnemar á vélvirkjabraut afhentan fata- og verkfærapakka. Þetta er liður í að koma öllum nemendum í viðeigandi hlífðarfatnað í verksal. Þessi pakki eða gjöf samanstendur af vinnuskóm, vinnubuxum, peysu ásamt öryggisgleraugum og rennimáli. Fyrirtækið Sindri útvegaði föt og verkfæri og veitti rausnarlegan afslátt og Fossvélar og FSu styrktu verkefnið svo um munaði. Peysurnar eru merktar Fossvélum, Sindra og FSu á baki og buxurnar á skálm.
Lesa meira

FÉLAGSLEGIR TÖFRAR Á ÞRÍSKÓLAFUNDI

Samstarfsfundur starfsfólks framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi var haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 29. september. Þessir þrír skólar hafa lengi unnið saman að ýmsum málum eins og námsframboði og skipulagi náms. Allt starfsfólk skólanna hittist síðan á tveggja til þriggja ára fresti og skiptast skólarnir á um að halda þá fundi.
Lesa meira

AFBURÐA ÁRANGUR Í VERKNÁMI

Fyrrverandi húsasmíðanemandi í FSu Jakob Hinriksson en nú fullgildur sveinn í faginu var einn þeirra sem tók sveinspróf í júní síðastliðinn. Afhending sveinsbréfa fór hins vegar fram þriðjudaginn 16. september síðastliðinn á Hótel Nordica í Reykjavík.
Lesa meira

MÖNDLAÐ MEÐ MÓDERNISMA

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.
Lesa meira

BLÓMSTRANDI NÝNEMAFERÐ

Þriðjudaginn 9. september skelltu tæplega 300 manns sér í árlega nýnemaferð FSu. Ferðin tilheyrir áfanganum BRAGA sem er umsjónaráfangi fyrir nýnema. Um 270 nýnemar tóku þátt auk nemendaráðs og starfsfólks. Sama fyrirkomulag hefur verið viðhaft um áratugaskeið - að fara með nemendur í Félagslund í Flóahreppi þar sem fjölmargar þrautir eru leystar undir styrkri stjórn Bragakennara og nemendaráðs. Þrautirnar leystar bæði innandyra og utandyra og hver krókur og afkimi nýttur til hins ýtrasta. Veðurspáin var ekki gæfuleg en úr rættist og veðrið hélst að mestu leyti þurrt - sem var greinilega það sem margir nemendur höfðu treyst á miðað við klæðaburð.
Lesa meira

Tómatar og kartöflur af sömu plöntunni

Í apríl var gerð tilraun með ágræðslu tómataplantna á kartöfluplöntur á Garðyrkjuskólanum. Verkið unnu Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nýútskrifaður garðyrkjufræðingur og Ingólfur Guðnason, kennari í garðyrkjuframleiðslu. Plönturnar lifðu nokkuð vel og sumar þeirra báru ávöxt, bæði tómata og kartöflur.
Lesa meira