Fréttir

FERÐIN TIL TENNESSEE

Fáir vita betur en ferskir gamalreyndir kennarar að vettvangsferðir nemenda eru gulls ígildi. Þess vegna er gott að fara út úr skólahúsnæðinu þegar færi gefst. Jafnvel seint á kvöldin. Með rútu yfir jökulsá. Að þessu sinni fóru nemendur í tveimur íslensku áföngum á 3. þrepi að sjá leikritið Köttur á heitu blikkþaki eftir eitt helsta leikritaskáld bandarískra bókmennta á 20. öld Tennesse Williams (1911 – 1983). Heiti verksins er skrýtið en vísar myndhverft í að hoppa frá einni afstöðu til annarrar. Það er enginn köttur í leikverkinu.
Lesa meira

Velkomin á opið hús 25. mars

Þriðjudaginn 25. mars verður opið hús í FSu kl. 16:30 - 18:00. Þá verður fjölbreytt námsframboð skólans kynnt á líflegan hátt auk þess sem hægt er að skoða glæsileg húsakynni skólans. Öll hjartanlega velkomin. Bjóðum 10. bekkinga og forráðamenn þeirra sérstaklega velkomin
Lesa meira

Íslandsmót í skrúðgarðyrkju

Íslandsmót í skrúðgarðyrkju fór fram á Minni framtíð 13. - 15. mars. Keppendur að þessu sinni voru Jóhanna Íris Hjaltadóttir, Friðrik Aðalgeir Guðmundsson, Ingólfur Þór Jónsson og Georg Rúnar Elvarsson, öll nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum. 
Lesa meira

Mín framtíð heppnaðist vel

Framhaldsskólakynningin Mín framtíð fór fram 13. – 15. mars í Laugardalshöllinni. Um 25 framhaldsskólar kynntu fjölbreytt nám samhliða íslandsmóti iðn- og verkgreina en keppt var í 19 greinum. Fyrstu tvo dagana var kynning fyrir grunnskóla og sóttu 9000 nemendur í 9. og 10. bekk sýninguna. Síðasta daginn var fjölskyldudagur og þá var opið fyrir almenning.
Lesa meira

FRÓÐLEG OG HÁSKALEG FERÐ

Þann 4. mars síðastliðinn hélt hópur nemenda í jarðfræði við FSu í ferð á Reykjanesið undir leiðsögn kennara síns Heklu Þallar Stefánsdóttur. Með í för voru sex nemendur frá eyjunni Réunion í Indlandshafi ásamt tveimur kennurum þeirra. Ferðin var vægast sagt mikil upplifun þar sem veðrið var ekki upp á sitt fínasta. Snemma var keyrt fram á snjógplóg sem hafði lent út af vegi og voru FSu-arar ekki lengi að bjarga málunum og koma manninum. Hlúð var að honum uns lögregla mætti á svæðið.
Lesa meira

Samningur við Landsvirkjun

Fjölbrautaskóli Suðurlands og Landsvirkjun hafa endurnýjað samstarfssamning sín í milli. Samningunum er ætlað að styðja við verklegt iðnnám rafvirkja- og vélvirkjabrauta við FSu. Einnig er markmiðið að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir nemendum skólans.
Lesa meira

HVAÐ ER HINSEGINLEIKI?

Jafnréttisnefnd FSu, nemendaráð og starfsfólk FSu stóðu saman að glæsilegri HINSEGIN viku í FSu vikuna 24. til 28. febrúar. Skólinn uppfærði fánann sinn í gegnum Hinsegin kaupfélagið og var honum flaggað upp í himin auk þess sem veggir, stofur, gangar, mötuneyti og starfsfólk var skreytt með öllum regnbogans litum.
Lesa meira

ÉG KEM HINGAÐ SEM GJÖF

Afreksþjálfarinn Þórir Hergeirsson heiðraði nemendur og starfsfólk FSu með nærveru sinni mánudaginn 3. mars síðastliðinn. Tilefnið var nægt með hliðsjón af afrekaskrá hans en hin hliðin á Þóri er sú að hann er gegnheill Selfyssingur og 40 ára FSu stúdent. „Ég kem hingað sem gjöf” orðaði hann af húmor og auðmýkt en skýringin er sú að útskriftarhópur hans ákvað að gefa nemendum og starfsfólki FSu fyrirlestur með Þóri. Fullyrða má að það hafi verið vel þegin gjöf. Fullur salur af áhugasömum nemendum og kennurum og öðrum þeim sem vildu hlusta og nema og hitta kappann.
Lesa meira

AÐ SJÁ VEÐURFRÆÐINGA AÐ STÖRFUM

Nemendur í JARÐ3VE05 sem ígrunda veður og haffræði fóru í heimsókn á Veðurstofu Íslands þann 20. febrúar síðastliðinn. Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur tók á móti og fengu nemendur fræðslu um starfsemi veðurstofunnar og tækifæri til að koma með ýmsar spurningar.
Lesa meira

Hinsegin vika í FSu

Vikuna 24. - 28. febrúar er hinsegin vika í FSu.
Lesa meira