FSu handhafi jafnvægisvogarinnar 2025
FSu hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA árið 2025.
Jafnvægisvogin er verkefni á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og hefur verið afhent árlega síðan 2019.
Viðurkenningar fyrir 2025 voru afhentar við hátíðlega athöfn í sal Háskóla Íslands þann 9. október síðastliðinn. Alls hlutu 128 aðilar viðurkenningu að þessu sinni, 90 fyrirtæki, 22 opinberar stofnanir og 16 sveitarfélög úr hópi 253 þátttakenda í verkefninu. Hér til hliðar má sjá verðlaunahafa (ljósmyndari: Silla Páls).
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði.
Myndir frá viðurkenningarathöfninni.