Fréttir

Upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni

Hér má finna upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Ef-COVID-19-koronaveiran-berst-til-Islands---upplysingar-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR1CL7dHQevbMDyn3_9d2iq-kDQAOPDTFnuHy4_9X_EvnNfIblFW-m8U6AQ. Meðfylgjandi hlekkur fylgir í pdf skjal sem hægt er að prenta út.
Lesa meira

Opið hús í FSu

FSu verður með opið hús þriðjudaginn 3. mars kl. 16:30-18:30 þar sem námsframboð við skólann verður kynnt. 10. bekkingar og forráðamenn eru sérstaklega velkomnir. Sjáumst í FSu!
Lesa meira

Vegna COVID – 19 eða (kórónaveirunnar)

Lýst hefur verið yfir óvissustigi á landinu vegna COVID - 19. Nemendur, aðstandendur og starfsmenn eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar á vef landlæknisembættisins.
Lesa meira

Sveinspróf í vélvirkjun

Sveinspróf í vélvirkjun var haldið í fyrsta sinn í 20 ár hér í FSu. Vélvirkjun eða mechanical engineering er í heildina 6 anna nám sem byrjar með grunndeild málmiðna sem er fjórar annir og svo eru tvær annir í vélvirkjun.
Lesa meira

Kátir, kátir dagar

Kátir dagar voru haldnir í liðinni viku. Þá er formleg kennsla lögð niður og nemendur og starfsfólk taka þátt í dagskrá sem Kátudaganefnd skipuleggur. Dagskráin var fjölbreytt og var þátttaka góð. Fyrirlestrar voru vel sóttir sem og fjölbreyttir viðburðir og vinnustofur.
Lesa meira

Flóafár 2020

Koppafeiti eða Greaseliðið stóð uppi sem sigurvegari í hinu ávissa Flóafári sem fór fram á föstudag. Í Flóafári keppa lið undir stjórn nemenda í þrautum sem starfsmenn skólans útbúa. Keppt er um stig fyrir vandaðar þrautalausnir og að klára á gróðum tíma. Skólinn allur er undirlagður, hver krókur og kimi notaður og mikill metnaður hjá öllum liðum að vera með flottan heildarsvip, útbúa sitt svæði, halda góðum liðsanda, semja skemmtiatriði og skipuleggja sig vel.
Lesa meira

Ljósmyndamaraþon á Kátum dögum

Ljósmyndamaraþon var haldið á Kátum dögum. Að þessu sinni tóku 6 lið þátt í keppninni. Dómnefnd valdi bestu myndaseríuna og bestu myndir í hverjum flokki. Verðlaun voru veitt fyrir þær myndir og voru þau afhent á lokahnykk Kátra daga. Myndirnar og úrslitin má sjá hér.
Lesa meira

Abbalabbar í ævintýrum

Það er alltaf ákveðin eftirvænting í lofti þegar ferðanefnd Abbalabba, gönguklúbbs starfsmanna FSu, setur upp auglýsingu fyrir væntanlega göngu sumarsins.
Lesa meira

Kátir dagar og Flóafár

Á morgun, miðvikudag hefjast Kátir dagar í Fsu kl. 10.30. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér allskyns fróðleg og spennandi verkefni, þrautir og fyrirlestra. Þau velja sér viðfangsefni en það er skyldumæting í skólann þessa daga. Nemendur þurfa að framvísa vegabréfi inn á viðburðina og fá kvittun til að fá mætingu gilda.
Lesa meira

Lesvél á fsu.is

Vefur skólans er í stöðugri þróun og uppfærslu. Nú hefur svokölluð lesvél verið virkjuð á vefnum. Lesvélin gerir notendum kleift að hlusta á efni og greinar á vefnum. Jafnframt er hægt að stækka og breyta leturgerð, fletta orðum upp í orðabók og láta vélina þýða einstök orð. Eina sem þarf að gera er að smella á frétt eða grein og þá birtist hnappur þar sem hægt er að velja að hlusta. Allt efni vefsins er þannig aðgengilegt að PDF skrám undanskyldum.
Lesa meira