Fréttir

SKÓLI ER EKKI BARA HÚS

„Því óvíst er að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir” segir í Hávamálum og kannski má heimfæra þessa lýsingu á nýjustu uppákomuna í FSu þegar skólanum var lokað miðvikudaginn 27. október vegna kórónuveiru faraldurs. Skyndilega í byrjun síðustu viku fóru starfsmenn að veikjast og brá skólameistari strax á það ráð að loka skólanum í samráði við rakningateymið. Ekki var ljóst í hvað stefndi og það svo metið að allur væri varinn góður.
Lesa meira

AÐ HALLA HURÐINNI OG FARA Á GOSSTÖÐVARNAR

VETTVANGSFERÐIR eru mikilvægar í öflugu skólastarfi. Þá er hurðinni að kennslustofunni hallað og gengið út í lífið í þeim tilgangi að skoða og rannsaka það sem finna má og sjá þar fyrir utan: mannlíf og menningu, listsköpun af ýmsu tagi, atvinnulíf og nýsköpun, opinberar stofnanir og hús sem vert er að heimsækja og síðast en ekki síst ÍSLENSKA NÁTTÚRU og undur hennar.
Lesa meira

Valið og lokavaldagur fyrir vorönn 2022

Valinu fyrir vorönn 2022 hefur verið frestað þar til skólastarf hefst að nýju með staðbundinni kennslu. Frekari upplýsingar verða gefnar út síðar.
Lesa meira

MIKILVÆGI ÞVERFAGLEGRA SAMSKIPTA Í NÁMI

Þverfagleg samskipti milli ólíkra eða líkra námsgreina færast í aukana í framhaldsskólum. Enda er hvatt til þess í opinberri námskrá að finna flöt á slíku samstarfi. Víða má finna þetta samstarf í kennslu FSu eins og í verknámi þar sem tré, vél og rafvirkjun vinna vel sama og í íslensku þar sem skapandi skrif og leiklist eiga virka samleið. Leiðirnar eru margar að öflugum og þverfaglegum samskiptum en það sem mestu máli skiptir er að sveigjanleiki sé til staðar í kerfinu til skapa jarðveg fyrir slíku samstarfi.
Lesa meira

BÆTT NÁMSFRAMBOÐ OG AÐSTAÐA Á LITLA HRAUNI

Alkunna er að Fjölbrautaskóli Suðurlands sinnir kennslu fanga á Litla Hrauni og að Sogni. Það hefur skólinn gert í áratugi og kennslustjóri er Gylfi Þorkelsson. Aðstaðan til kennslunnar er ekki sambærileg fullbúnu skólahúsnæði og ræðst því námsframboðið talsvert af því.
Lesa meira

HEILMIKILL KRAFTUR Í VÉLVIRKJADEILD FSu

Sveinspróf í VÉLVIRKJUN var haldið í FSu dagana 10. til 12. september. Fimm nemendur þreyttu prófið sem skiptist í fjóra hluta. Fyrst var tekið tveggja tíma skriflegt próf úr öllu námsefni síðustu þriggja ára með fjölbreyttum spurningum þar á meðal um burðarþol stáls og um réttindi og skyldur á vinnustað. Þá var hafist handa við smíðina og unnið í rennibekk og fræsara. Að lokum voru tekin suðupróf, bilanagreiningarpróf á stórri díselvél og framkvæmdar slitmælingar á vélum.
Lesa meira

JÖKLAR EINS OG ÍSPINNAR Í SÓLINNI

Fullyrða má að í námi nemenda hefur áhersla aukist á að örva skapandi hugsun á öllum skólastigum. Er það á pari við þá þróun sem orðið hefur í kennsluháttum og viðhorfum til náms á tímum upplýsingatækni í skólastarfi. Staðreyndabundna þekkingu er ekki eins mikilvægt að kenna og áður var. Nemendur sækja sér hana eftir margvíslegum leiðum á rafrænu formi. Þess vegna er í auknum mæli lögð áhersla á FÆRNI og HÆFNI til að vinna úr upplýsingum, túlka og skapa.
Lesa meira

NEMENDUR FSu SÆKJA GULLKISTUNA HEIM

Vettvangsferðir eru mikilvægar í öflugu skólastarfi. Nauðsynlegt er að ýta nemendum út úr kennslustofunni með reglubundnum hætti og bjóða þeim að skoða atvinnulíf og listalíf sem býr utan skólastofunnar. Hitta fólk og fyrirtæki, fara í leikhús, hnusa af nýsköpun og náttúru.
Lesa meira