Fréttir

FRÍHENDIS BLÝANTSTEIKNINGAR NEMENDA

Myndlistarnemar í FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Sýningin er í Listagjánni á Bókasafni Árborgar við Austurveg og stendur yfir frá 20. september til 20. október.
Lesa meira

GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ

Í fyrstu kennsluviku þessarar haustannar 2022 komu í heimsókn sex erlendir kennarar frá Spáni og Búlgaríu. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands og um leið var hún liður í menntaáætlun Evrópusambandsins – Erasmus + sem kallast Job Shadowing og gæti útlagst á íslensku sem athöfn til að skyggna (eða skoða) skólastarf. Að sögn Ragnheiðar Eiríksdóttur heimspekikennara við FSu sem sá um þessa heimsókn voru þessir dagar afar vel heppnaðir - sem ýmsir kennarar við skólann nutu og margir nemendur.
Lesa meira

Íþróttavika Evrópu í FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í verkefninu Íþróttavika Evrópu dagana 26. - 30. september.
Lesa meira

FERÐIN YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS

Í áfanganum ÍÞRÓ2JF02 við FSu (Íþróttir - jökla og fjallgöngur) er lögð áhersla á krefjandi fjallgöngur ásamt undirbúningsfundum og æfingagöngum. Gönguleiðir eru langar og krefjandi og því þurfa nemendur sem velja þennan áfanga að búa yfir úthaldi og þolinmæði. Haustferð áfangans var farin mánudaginn, 5. september síðastliðin undir stjórn kennaranna Ásdísar Bjargar Ingvarsdóttur og Sverris Geirs Ingibjartssonar.
Lesa meira