Fréttir

Landsliðið vann Flóafár 2017

Landsliðið sigraði hið árvissa Flóafár sem fór fram fyrr í dag.
Lesa meira

Flóafári frestað

Flóafári hefur verið frestað vegna veðurs. Enginn skóli verður föstudaginn 24. febrúar. Flóafár mun verða ræst kl. 9 á mánudag, 27. Febrúar. Nemendur mæti á mánudag tilbúin til keppni kl.8.15.
Lesa meira

Kátur morgunverður

Kátir dagar eru í fullu fjöri í FSu í dag
Lesa meira

Sköpun og nám í félagsfræði

Nemendur í félagsfræði (FÉLA2BY05) gerðu verkefni sem segir frá einstaklingi og tengslum hans við samfélagið. Hér kemur afraksturinn frá einum af hópunum. Það voru þau Andri, Kolbrún, Dagur, Grímur og Sigurjón sem gerðu myndina.
Lesa meira

Kátir dagar.

Kennsla verður brotin upp í þessari viku, en þá hefjast Kátir daga. Dagskrá hefst miðvikudaginn 22. febrúar og stendur fram á fimmtudag, 23. febrúar. Dagskráin er fjölbreytt að vanda með ýmsum uppákomum, íþróttakeppni, námskeiðum og fleira. Dagskrána má kynna sér á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira

Kvennastörf

Hvað er #kvennastarf? Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Algengt er að talað sé um „hefðbundin kvennastörf“ Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Tilgangurinn er m.a. að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum. Í nútímasamfélaginu á Íslandi telja margir að jafnrétti kynjanna ríki á flestum sviðum. En er raunin sú?
Lesa meira

Boðhlaupssveit FSu á Reykjavíkurleikum

Reykjavíkurleikarnir oft nefndir RIG leikarnir fóru fram í Laugardalshöll um liðna helgi. Sunnlendingar áttu flotta fulltrúa sem allir stóðu fyrir sínu. Þeirra á meðal voru fjórir vaskir piltar úr Frjálsíþróttaakademíunni við FSu sem skipuðu boðhlaupssveit FSu sem tók þátt í keppni framhaldsskólanna sem var nýjung á frjálsíþróttahluta Reyjavíkurleikana í ár.
Lesa meira

FSu komið í 8-liða úrslit

Gettu betur lið Fsu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum í gær með sigri á liði Framhaldsskólans á Laugum.
Lesa meira

Gettu Betur í kvöld

Gettu betur lið FSu mætir liði Framhaldsskólans á Laugum kl. 20 í kvöld á Rás 2. Ekki missa af þessu. Áfram FSu!
Lesa meira

FSu sigraði Verslinga

Lið FSu er komið áfram í 2. umferð í spurningakeppninni Gettu betur eftir sannfærandi sigur á liði Verslunarskólans í gærkvöld.
Lesa meira