Fréttir

SAMSTARF SEM ER MIKILS VIRÐI

Eins og undanfarin ár er Trédeild FSu í samstarfi við BYKO um smíði sumarhúsa í húsasmíðaáföngunum HÚSA3HU09 og HÚSA3ÞÚ09. Þetta samstarf er mikils virði fyrir trédeildina og ómetanlegt að geta leyst raunhæf verkefni og þurfa ekki að bera fjárhagslega ábyrgð á þeim. „Þetta samstarf hefur gengið vel og við munum leggja okkur fram um að svo verði áfram” segir Lárus Gestsson fagstjóri og kennari í trédeild.
Lesa meira

Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA

Samstarf milli kennslugreina fer vaxandi í FSu. Enda er frekar hvatt til þess en latt í gildandi námskrá. Af því tilefni og öðru efndu sögukennarinn Lárus Ágúst Bragason og íslenskukennarinn Jón Özur Snorrason til samstarfs. Báðir kenna þeir á þessari önn hvorn sinn áfangann í Íslandssögu og bókmenntasögu 17. til 19. aldar og ákváðu að fara í dagstúr mánudaginn 17. apríl síðastliðinn með nemendur og sækja HÚSIÐ á Eyrarbakka heim.
Lesa meira

Sumarið er komið í Garðyrkjuskólanum

Morgunbirtan er falleg á Reykjum og staðurinn iðar af fólki sem leggur síðustu hönd á undirbúning fyrir opna húsið okkar í dag. Við verðum sko tilbúin til að taka á móti gestum klukkan 10. Vonumst til að sjá fjölmenni hér til að fagna sumarkominni með okkur.
Lesa meira

Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum

Opið hús verður í Garðyrkjuskólanum að Reykjum á sumardaginn fyrsta sem í ár ber upp á 20. apríl. Húsið verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 og það verður boðið upp á alls konar afþreyingu.
Lesa meira

AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ NEMENDUR

Halla Dröfn Jónsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hún mun sinna starfi skólafélagsráðgjafa. Halla Dröfn hefur lengi starfað innan velferðarþjónustu með börnum og fjölskyldum þeirra en sú reynsla hennar mun nýtast vel í þessu starfi. Hlutverk félagsráðgjafa er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir nemendur sem þurfa ráðgjöf og/eða stuðning við hinar ýmsu áskoranir lífsins. Halla mun einnig sinna hlutverki tengiliðs sem kveðið er á um í nýjum farsældarlögum. Með eflingu nemendaþjónustu vill skólinn tryggja samþætta þjónustu í þágu ungmenna og efla forvarnarstarf og snemmtækan stuðning í nærumhverfi nemenda.
Lesa meira