Fréttir

Jólakveðja

Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands sendir nemendum, aðstandendum og öðrum Sunnlendingum hugheilar jóla og nýársóskir með kærri þökk fyrir samstarfið á líðandi ári.
Lesa meira

Almar Óli dúx FSu

Almar Óli Atlason er dúx FSu á haustönn 2018. 48 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudaginn 21. desember.
Lesa meira

Haustannarlok og upphaf vorannar

Miðvikudaginn 19. desember, er prófsýning kl.12.30 -14.00. Nemendur eru hvattir til að hitta kennara, skoða prófin sín og sækja verkefni. Inna opnar kl. 09:00 sama dag og þá geta nemendur skoðað einkunnir sínar þar. Inna verður lokuð þeim sem eiga útistandandi gjöld á haustönn. Föstudaginn 21. desember er brautskráning sem hefst kl.14. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti eftir athöfn.
Lesa meira

Fab Lab smiðja vígð

Miðvikudaginn 28. nóvember sl. var Fab Lab smiðjan vígð með formlegum hætti. Ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson flutti ávarp og vígði smiðjuna með táknrænum hætti með því að gangsetja 100vatta leiser skera, sem er eitt af mörgum spennandi tækjum sem smiðjan hefur upp á að bjóða en tækin eru flest gjöf frá sunnlenskum fyrirtækjum og Atorku félögum.
Lesa meira

Skemmtilegt samstarf

Nemendur í leiklist og nemendur í íslensku í skapandi skrifum unnu saman á haustönn. Hefð er komin á þetta samstarf en þá skrifa nemendur í skapandi skrifum stutt leikverk sem nemendur í leiklist fá í hendur, útfæra, æfa og setja á svið.
Lesa meira

Rithöfundur í heimsókn

Arnar Már Arngrímsson rithöfundur heimsótti FSu þriðjudaginn 6. nóvember. Hann spjallaði við þrjá námshópa í íslenskuáfanganum Mál og ritun sem höfðu nýlokið við að lesa Sölvasögu unglings
Lesa meira

Stöðupróf í norsku og sænsku

Vakin er athygli á því að haldin verða stöðupróf í norsku og sænsku þann 8. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nánari upplýsingar um skráningu er að finna inn á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.
Lesa meira

Góð vísindaferð

Hressir nemendur af véla og rafmagnsdeild skólans fóru nýverið í vísindaferð. Byrjað var á því að heimsækja Kjörís í Hveragerði og fengu nemendur kynningu á starfsemi fyrirtækisins og auðvitað ís að auki. Því næst lá leiðin að Ljósafossvirkjun.
Lesa meira

Gjöf afhent í bleiku boði

Starfsfólk FSu tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til Krabbameinsfélagsins á bleikum degi í skólanum. Föstudaginn 26. október sl. hélt Krabbameinsfélag Árnessýslu Bleikt boð í Tryggvaskála.
Lesa meira

Vistheimt við Þjófafossa

Þann 5. október síðastliðinn fóru nokkrir nemendur (18) ásamt einum kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands upp undir Búrfell og hófu vinnu við vistheimtarverkefni í samstarfi við Landvernd og Hekluskóga.
Lesa meira