Gjöf afhent í bleiku boði

Kristjana Hrund Bárðardóttir, Eyrún Björg Magnúsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir.
Kristjana Hrund Bárðardóttir, Eyrún Björg Magnúsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir.

Starfsfólk FSu tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til Krabbameinsfélagsins á bleikum degi í skólanum. Föstudaginn 26. október sl. hélt Krabbameinsfélag Árnessýslu Bleikt boð í Tryggvaskála. Við það tækifæri afhentu Kristjana Hrund Bárðardóttir og Eyrún Björg Magnúsdóttir, kennarar í FSu, formanni Krabbameinsfélags Árnessýslu, Svanhildi Ólafsdóttur peningagjöf fyrir hönd starfsfólks FSu.