Fréttir

RÁÐAGERÐI OG RÁÐLEYSA

Hefðir og nýjungar fléttast alltaf saman í skólastarfi enda þarf skóli bæði að þróast fram í tímann og virða hið liðna. Reyndar eru ýmsir þeirrar skoðunar að skóli sé frekar íhaldssöm stofnun og nái aldrei að slá í takti við þróun samfélagsins. Þá segja hinir að með því að eltast við nýjungar sé skólinn að æra óstöðugan.
Lesa meira

FSu Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Í GETTU BETUR

Tveimur umferðum er nú lokið í GETTU BETUR keppni framhaldsskólanna og sigraði lið FSu í þeim báðum. Í fyrri umferðinni var lið Flensborgarskólans lagt að velli og í þeirri síðari lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sannarlega glæsilegur árangur þriggja frábærra nemenda en liðið er skipað Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur (á 2. ári) - Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur (á 3. ári). Teymið hefur æft á fullu síðan í nóvember og hafa liðsmenn lagt mikla vinnu og visku í þann undirbúning. Og nú komin í átta liða úrslit og í sjálfa sjónvarpskeppnina.
Lesa meira

Skráning í sóttkví/einangrun

Ef þið lendið í sóttkví eða einangrun er mikilvægt að tilkynna skólanum það strax. Til þess eru tvær leiðir: 1) Skráning í Innu: Smella á „Skrá veikindi“ og skrá skýringu á fjarveru sem sóttkví eða einangrun ásamt lokadegi sóttkvíar eða einangrunar. 2) Hringja á skrifstofu skólans, 480-8100 og gefa upp lokadag sóttkvíar eða einangrunar.
Lesa meira

HVAÐ GETUR KENNARI BEÐIÐ UM MEIRA?

Nemendur í íslensku áfanganum NÚTÍMABÓKMENNTUM luku námi sínu á liðinni haustönn með því að velja sér ljóðabók eftir höfund sem fæddur er eftir árið 1980. Að sögn Rósu Mörtu Guðnadóttur kennara „flæddi fram fjölbreyttur straumur ljóða og áhugaglampi kviknaði í augum nemenda og kennara.
Lesa meira

GETTU BETUR Á MÁNUDAGSKVÖLD

Nýju skólaári er alveg eins hægt að fagna með umfjöllun um unga og ferska kennara en nýjustu tölur í nemendahaldinu. Það er hægt að gera síðar. Enda eru ungir og hugmyndaríkir kennarar hverri skólastofnun nauðsynlegir. Þeir lyfta henni upp ef svo má segja og bjóða gleðilegt kennsluár. Blása inn fersku og nýju lofti, nýju gildismati. Því ekki er endalaust hægt að reiða sig á þá miðaldra eða gömlu sem eldast eins og gjafmildir guðir. Þó verður að taka það fram að þeir gömlu eru frábærir og skólanum nauðsynlegir. Endurnýjun í kennaraliði FSu hefur verið töluverð á liðnum áratug. Kjarninn í liðinu frá stofnun skólans í byrjun níunda áratugarins var gríðarlegur efniviður en hefur nú kvatt vettvang skólastofunnar.
Lesa meira