HVAÐ GETUR KENNARI BEÐIÐ UM MEIRA?

Nemendur í íslensku áfanganum NÚTÍMABÓKMENNTUM luku námi sínu á liðinni haustönn með því að velja sér ljóðabók eftir höfund sem fæddur er eftir árið 1980. Að sögn Rósu Mörtu Guðnadóttur kennara „flæddi fram fjölbreyttur straumur ljóða og áhugaglampi kviknaði í augum nemenda og kennara. Nú uppskáru allir á hátíð” segir hún og brosir. „Sumir nemendur höfðu beint samband við höfunda og einn þeirra höfunda var gamall nemandi okkar Ægis Péturs Ellertssonar enskukennara úr Skógaskóla, Eygló Ída Gunnarsdóttir sem nú gegnir stöðu leikskólakennari og flutti nemandinn mjög áhugaverða hugleiðingu um ljóðagerð hennar. Rósa segir að svona uppákomur séu sannarlega uppskeruhátíð fyrir kennarana „sem sjá ljós eftir langa önn” eins og hún orðar það.  Hvað getur kennari beðið um meira?”.

jöz.