Fréttir
NÝNEMAR STARTA SKÓLAÁRINU
25.08.2025
Hefð er fyrir því að halda svokallaðan NÝNEMADAG í FSu haust hvert áður en hefðbundin kennsla hefst. Dagskráin, sem er jafnan þéttskipuð, er miðuð að því að nýir nemendur fái örlítinn smjörþef af skólaumhverfinu sem þeir eru að verða hluti að, bæði hinu rafræna en ekki síður raunheimum. Yfir 280 nýnemar hefja nám við skólann þetta haustið og mætti lungi þeirra til leiks mánudaginn 18. ágúst hvar þeir fóru um í skipulögðum hópum á milli fjölmargra ólíkra kynningarstöðva leiddir áfram af sínum umsjónarkennurum.
Lesa meira
Kór FSu auglýsir eftir söngvurum
22.08.2025
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands auglýsir eftir fleiri söngvurum! Reynsluboltar sem reynslulaus eru velkomin á æfingu á þriðjudag 26. ágúst kl. 15:30 í sal skólans.
Lesa meira
FRÆÐANDI OG SKEMMTILEG FERÐ TIL STRASBOURGAR
19.08.2025
Um miðjan júní síðastliðinn héldu nemendur í umhverfisnefnd FSu ásamt nokkrum kennurum skólans til Strasbourgar í Frakklandi. Var förinni heitið á Evrópuþing ungmenna eða European Youth Event sem er viðburður sem Evrópuþingið heldur á tveggja ára fresti í Strassborg og dregur að sér þúsundir ungs fólks víða úr Evrópu. Markmiðið er að skapa fjölþjóðlegan vettvang þar sem ungmenni geta hist, deilt hugmyndum og rætt framtíð Evrópu með þingmönnum, sérfræðingum og jafnöldrum sínum.
Lesa meira
Rafrænar töflubreytingar á haustönn 2025
15.08.2025
Rafrænar töflubreytingar á haustönn 2025
Lesa meira
Nýnemadagur
14.08.2025
Nýnemadagur verður í FSu mánudaginn 18. ágúst.
Dagurinn hefst kl. 8:30 með því að skólameistari býður nýnema velkomna í hátíðarsal skólans. Að því loknu er fjölbreytt dagskrá fram yfir hádegi. Nemendur hitta BRAGA-kennara sína, fara milli stöðva til að kynnast skólastarfinu og rúsínan í pylsuendanum er dagskrá sem nemendafélag FSu sér um.
Lesa meira
Undirbúningur haustannar hafinn
07.08.2025
Sumri er tekið að halla og starfsfólk að tínast til baka úr sumarfríi. Undirbúningur haustannar er í fullum gangi.
18. ágúst bjóðum við nýnema velkomna (nýnemadagur).
19. ágúst hefst kennsla haustannar skv. stundaskrá.
Nemendur og foreldrar/forráðamenn fá sendar nánari upplýsingar í tölvupósti er nær dregur.
Lesa meira