Nýnemadagur
Nýnemadagur verður í FSu mánudaginn 18. ágúst. Það ríkir mikil tilhlökkun hjá starfsfólki við að taka á móti nýjum nemendum. Fjölmargir koma að skipulagningu dagsins og er mjög mikilvægt að allir nýnemar mæti.
Dagurinn hefst kl. 8:30 með því að skólameistari býður nýnema velkomna í hátíðarsal skólans. Að því loknu er fjölbreytt dagskrá fram yfir hádegi. Nemendur hitta BRAGA-kennara sína, fara milli stöðva til að kynnast skólastarfinu og rúsínan í pylsuendanum er dagskrá sem nemendafélag FSu sér um.
Opnað verður á stundatöflur allra nemenda 18. ágúst kl. 8:30.
Fyrsti kennsludagur er þriðjudagur 19. ágúst. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.
Nemendur eru minntir á að útvega rafræn skilríki áður en skólinn hefst.
Myndin er frá Flóafári vorið 2025.
Hér er myndræn framsetning á dagskránni og viðtalstímar námsráðgjafa FSu: