Fréttir

HÁTÍÐLEG BRAUTSKRÁNING Í FSu

Alls brautskráðust 34 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn miðvikudag 21. desember. Flestir luku námi af opinni stúdentsprófslínu eða 22 en aðrir dreifðust nokkuð jafnt á milli náttúrugreina, félagsgreina, íþrótta. listsköpunar, hestabrautar, húsasmíði, rafvirkjunar og vélvirkjunar. Meðlimir úr nýendurvöktum kór skólans fluttu jólalagið Yfir fannhvíta jörð undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Formaður skólanefndar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir flutti ræðu og afhenti viðurkenningar ásamt Veru Ósk Valgarðsdóttur formanni hollvarða skólans. Ræðu nýstúdents hélt Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Lesa meira

FSu ER ORÐINN UNESCO SKÓLI

Fjölbrautaskóli Suðurlands er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 17 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar. FSu hefur verið með sérstaka áfanga í boði um heimsmarkmiðin sem allir nýnemar skólans verða að taka. Á haustönn er um að ræða áfanga sem snýr að félagslegu heimsmarkmiðunum og á komandi vorönn verður kenndur áfangi sem snýr að umhverfismálum.
Lesa meira

Endurmenntun á fagsviðum Græna geirans

Bændasamtök Íslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands – Garðyrkjuskólinn á Reykjum (Endurmenntun Græna geirans) hafa gert með sér samkomulag um samstarf í fræðslu á sviði garðyrkju, umhverfismála og skógræktar.
Lesa meira

FRÁBÆRIR AÐVENTUTÓNLEIKAR

Endurkomu tónleikar kórs FSu í sal skólans, Gaulverjabæ síðastliðið miðvikudagskvöld 30. nóvember voru glæsilegir í alla staði. Umgjörð og skipulag til fyrirmyndar og söngur, hljóðfæraleikur og stjórn í miklum gæðum. Mæting var góð og fullur salur af heyrandi og brosandi gestum. Dagskráin var blanda af þekktum dægurlögum og jólalögum. Flott blanda þar sem einsöngvarar stigu fram og sungu með eða án stuðningi kórsins. Einsöngvarar úr hópi nemenda voru: Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Hugrún Tinna Róbertsdóttir, Hugdís Erla Jóhannsdóttir, Elísabet Björgvinsdóttir og Ingibjörg Bára Pálsdóttir. Gestasöngvari var dönskukennari skólans Pelle Damby Carøe og kynnir á tónleikunum var myndlistarkennarinn Ágústa Ragnarsdóttir. Hljómsveit á bassa, gítar og slagverk skipuðu Róbert Dan Bergmundsson, Stefán Ingimar Þórhallsson og Sveinn Pálsson. Og síðast en ekki síst kórstjórinn Stefán Þorleifsson.
Lesa meira