Fréttir

Jólakaffi og stemning

Desember byrjar með jólakósíheitum hjá starfsfólki FSu. Kaffistofa kennara hefur verið skreytt hátt og lágt af starfsmönnum fæddum í nóvember og desember, en sömu starfsmenn buðu upp á jólakaffihlaðborð í byrjun mánaðarins.
Lesa meira

Tækjadagur í vélvirkjun

Nýlega var haldinn var tækjadagur í FSu þar sem nemendur á fimmtu önn í vélvirkjun fengu að koma með tækin sín til skoðunar og viðgerðar í skólanum
Lesa meira

Skólafundur

Árlegur skólafundur FSu var haldinn þriðjudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þetta er samráðsfundur alls starfsfólks skólans, kennara, nemenda og annarra starfsmanna.
Lesa meira

Góður árangur og gleði á Leiktu betur

Nýverið tók lið FSu þátt í spunakeppninni Leiktu betur í Borgarleikhúsinu þar sem mikil gleði og hæfileikar komu saman. En við ættum kannski að byrja á því að segja smá frá keppninni sjálfri. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna en keppnin gengur út á það að 4-manna lið frá hverjum skóla skiptast á að flytja stutt spunaleikrit á staðnum. Það gjarnan er spunnið með ákveðnum stíl og/eða orði frá áhorfendum. Dæmi um þetta væri: Elliheimilaspuni með söngleikjastíl.
Lesa meira

Verktækni við byggingar skoðuð

Nemendur í áfanganum verktækni grunnnáms, sem eru nemar sem eru að leggja af stað í nám tengt bygginga- og mannvirkjagreinum heimsóttu Ella og félaga í JÁ Verk, þar sem þeir voru að slá upp mótum og fleira tengt byggingu íbúða fyrir eldri borgara á Suðurlandi.
Lesa meira

Ástráður heimsækir ERGÓ

Í nýnemaáfanganum Ergó fengum við tvær áhugaverðar heimsóknir síðustu daga: Læknanemar á öðru ári við HÍ standa fyrir sjálfboðaverkefni sem heitir Ástráður sem felst í kynfræðslu fyrir nýnema. Þar er fjallað um mikilvægi sjálfsþekkingar, virðingar og samþykkis á þessu sviði og hvernig koma megi í veg fyrir kynsjúkdómasmit og ótímabærar þunganir. Sjá nánar á: http://astradur.is/
Lesa meira

Starfsfólk prjónar veggrefil

Starfsfólk FSu keppist þessa dagana við skemmtilegt prjónaverkefni. Á fundum, á kaffistofunni og jafnvel í vinnuherbergjum kennara má sjá litla garnpoka á víð og dreif ásamt prjónuðum garðaprjónslengjum.
Lesa meira

Örnámskeið í námstækni: próf og prófaundirbúningur

Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 12:20- 12:50 bjóða náms- og starfsráðgjafar upp á örnámskeið í námstækni vegna prófaundirbúnings. Námskeiðið fer fram í stofu 310.
Lesa meira