Fréttir

Góður árangur í Boxinu

Lið FSu tók um helgina þátt í úrslitum í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Úrslitakeppnin fór að venju fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Lið FSu stóð sig með mikum ágætum og uppskar fyrir vikið þriðja sæti. Liðið skipuðu Leó Snær Róbertsson, Dagur Snær Elísson, Karólína Ívarsdóttir, Álfheiður Österby og Harpa Svansdóttir.
Lesa meira

Magdalena vann

Magdalena Eldey Þórsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu fimmtudaginn 9. nóvember, en hún flutti Amy Winehouse lagið Back to black.
Lesa meira

Söngkeppni NFSu haldin á morgun

Fimmtudaginn 9. nóvember mun einn stærsti viðburður Suðurlands verða haldinn: Söngkeppni NFSu. Þar munu tíu galdrandi flott atriði munu stíga á stokk og keppast um Gullnu Eldinguna.
Lesa meira

Hvernig líður börnunum okkar? Fræðslufundur fyrir foreldra.

Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskóla í Árborg, bjóða upp á fræðslu í FSu fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk og ungmenna yngri en 18 ára miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18-20.
Lesa meira

Stuttmyndir, skáldsögur og kvikmyndir

Nemendur í ENSK3ÞF05 (novel and film), opnuðu skólastofuna í vikunni og buðu gestum og gangandi að sjá kynningar á verkefnum sem þeir hafa verið að vinna að í októbermánuði. Verkefnið var valverkefni þar sem nemendur fjölluðu um ýmsar tegundir bóka og bíómynda, sumir bjuggu til sitt eigið handrit og tóku upp stuttmyndir, aðrir veltu fyrir sér sannsögulegum skáldsögum og kvikmyndum, hryllingsmyndum eða einbeittu sér að ákveðnum höfundum.
Lesa meira