Stuttmyndir, skáldsögur og kvikmyndir

Nemendur kynntu fjölbreytt verkefni um skáldsögur og kvikmyndir.
Nemendur kynntu fjölbreytt verkefni um skáldsögur og kvikmyndir.

Nemendur í ENSK3ÞF05 (novel and film), opnuðu skólastofuna í vikunni og buðu gestum og gangandi að sjá kynningar á verkefnum sem þeir hafa verið að vinna að í októbermánuði. Verkefnið var valverkefni þar sem nemendur fjölluðu um ýmsar tegundir bóka og bíómynda, sumir bjuggu til sitt eigið handrit og tóku upp stuttmyndir, aðrir veltu fyrir sér sannsögulegum skáldsögum og kvikmyndum, hryllingsmyndum eða einbeittu sér að ákveðnum höfundum.

Í áfanganum er verið að skoða skáldsögur og smásögur og kvikmyndir gerðar eftir þeim. Kennari er Guðfinna Gunnarsdóttir.

Meðfylgjandi stuttmynd er byggð á bókinni Palli var einn í heiminum og heitir Where is everyone?, en hópurinn bjó til og teiknaði upp handrit, ramma fyrir ramma í sérstöku handritsforriti og tók svo upp. Í hópnum voru þau Ólöf Sigurlína Einarsdóttir, Sigurjón Guðbjartur Jónasson og Valberg Halldórsson.