Fréttir

Góðar upplýsingar

Nýtt upplýsingaskilti hefur verið sett á gula lyftustokkinn í Odda. Þar má finna nýjar og uppfærðar upplýsingar um hvar nemendur geti leitað sér aðstoðar bjáti eitthvað á, hér innanhúss, í nærumhverfi og fjærumhverfi. Ágústa Ragnarsdóttir, myndlistarkennari og Magnús Stephensen Magnússon, fablabstjóri eiga heiðurinn að hönnun, framkvæmd og uppsetningu
Lesa meira

Heimavist opnuð við FSu

Undirritaður hefur verið samningur milli FSu og Valdimars Árnasonar eiganda Selfoss Hostel um að rekin verði heimavist fyrir skólann að Austurvegi 28 Selfossi.
Lesa meira

Góðir endurfundir

Síðastliðinn fimmtudag fengu starfsbrautarnemendur að koma aftur í Votmúla í fyrsta sinn frá því COVID byrjaði. Þessi mynd var tekin þegar Ingimar Sigurðsson og vinur hans Brjánn, hittust aftur í fyrsta sinn eftir langa fjarveru. Það var erfitt að greina á milli hver var ánægðari með endurfundinn strákurinn eða hesturinn.
Lesa meira

Fjallgöngur í Fjölbraut

Á þessari önn vill svo til að tveir mismunandi fjallgönguáfangar eru kenndir. Annar áfanginn hefur nú þegar lokið sínum göngum, einni göngu á Ingólfsfjall og annari þar sem gengið var yfir Fimmvörðuháls.
Lesa meira

Nýjung hjá námsráðgjöf FSu

Nú geta nemendur hitt námsráðgjafa í nýrri og notalegri vinnustofu fyrir framan stofu 201. Endilega grípið tækifærið og látið sjá ykkur.
Lesa meira

Nám í golfakademíu FSu fer vel af stað

Golfakademía FSu fer mjög vel af stað, en um er að ræða nýja akademíu við FSu sem hófst nú á haustönn. Tíu nemendur stunda nám í golfi 4 sinnum í viku þar sem farið yfir helstu þætti golfsins, tækni, venjulegt spil á velli og golfreglur. Að auki stunda nemendur styrktar- og liðleikaæfingar í Kraftbrennslunni.
Lesa meira

Viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Á fsu.is er nú kominn Covid-19 hnappur á forsíðunni. Þar má sjá viðbragðsáætlanir skólans gagnvart skólasamfélaginu vakni grunur um smit.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk fyrir haustönn 2020 hjá Menntasjóði námsmanna. Sótt er um með rafrænum skilríkjum eða íslykli á heimasíðu Menntasjóðsins www.menntasjodur.is eða island.is. Umsóknarfrestur er til 15. október.
Lesa meira

Fyrirkomulag kennslu dagana 14.- 25. september

Kennsla nýnema verður áfram í staðkennslu í öllum tímum. Allir þurfa að vera með grímu í skólanum. Eldri nemendur mæta í ALLA tvöfalda tíma með grímur eins og aðrir. Sú breyting verður einnig að nemendur verknáms munu fylgja stundaskrá sinni eins og hún birtist í Innu. Nemendur sérnámsbrautar munu, enn sem komið er, fylgja því plani sem hefur verið í gildi síðustu vikur..
Lesa meira

Netnotkun samanburður

Á meðfylgjandi grafi má sjá eins árs netnotkun í FSu. Hér sést hvernig netnotkunin minnkar niður í nánast ekkert í fyrstu Covid lokuninni. Einnig er hægt að bera saman notkun það sem af er þessari önn samanborið við sama tíma í fyrra.
Lesa meira