Fréttir

Samstarfssamningur Fjölbrautaskóla Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands

Fimmtudaginn 13. ágúst var undirritaður samningur á milli Fjölbrautaskóla Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) um sameiginlega náttúrufræðibraut/búfræðisvið til stúdentsprófs. Nemendur taka fyrstu tvö árin við FSu og geta síðan hafið nám við LbhÍ í búfræði eða á garðyrkjubrautum skólans. Nemendur útskrifast síðan með sameiginlega gráðu sem stúdent og búfræðingur eða garðyrkjufræðingur.
Lesa meira

Breyting á skipulagi skólasóknar í næstu viku 7.-11. september

Vikuna 7.-11. september mæta allir nýnemar í skólann í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Nemendur í verknámi mæti í bóklega tíma samkvæmt stundaskrá í Innu og mæta líka í verklega áfanga samkvæmt núverandi skipulagi. Ef það verður árekstur farið þið úr verklegum tíma og í þann bóklega ef hann er á sama tíma. Bóklega námið gengur fyrir í þessari viku.
Lesa meira

Heimatenging nemenda við Snöru

Nemendur skólans fá ársaðgang að Snöru, (veforðabókum) heim fyrir aðeins 990 kr. Þá skrá þeir sig inn á Snöru með Microsoft-innskráningu og skólanetfanginu. Opna Snöru, smella á „Innskráning“, smella á „Innskrá með Microsoft“ og skrá sig inn með skólanetfanginu.
Lesa meira