Breyting á skipulagi skólasóknar í næstu viku 7.-11. september


Breyting verður á skipulagi skólasóknar í næstu viku, 7.-11. september

Vikuna 7.-10. september mæta allir nýnemar í skólann í alla tíma samkvæmt stundaskrá.

Nemendur í verknámi mæti í bóklega tíma samkvæmt stundaskrá í Innu og mæta líka í verklega áfanga samkvæmt núverandi skipulagi. Ef það verður árekstur farið þið úr verklegum tíma og í þann bóklega ef hann er á sama tíma. Bóklega námið gengur fyrir í þessari viku.

• Eldri nemendur verða í fjarnámi þessa viku nema önnur skilaboð komi frá kennara í stöku áföngum.

• Hópar með engum nýnemum verða alfarið kenndir í fjarnámi undantekning er í A- áföngum í þriðja máli (þýsku og spænsku).

• Þar sem hópar eru stórir þarf að nota grímur í tímum vegna þess að ekki verður hægt að hafa 1 meters millibil á milli nemenda í stofum.

• Allir sem koma með strætó koma með grímur í vagnana, þær grímur notast síðan áfram í skólanum.

• Best er að kaupa endurnýtanlegar grímur til að nota alla vikuna. Mikilvægt er að þvo þær daglega. Skólinn verður með varagrímur, en þær eru ekki endurnýtanlegar.

• Í lok hvers tíma þarf að sótthreinsa borð og annað sem nýtt er í stofunum, nemendur þurfa að aðstoða við það samkvæmt fyrirmælum kennara.

• Nemendur þurfa að halda kyrru fyrir í stofum nema með leyfi kennara.

Frímínútur verða en kennari stjórnar hvenær þær eru.

• Mötuneyti nemenda verður opið í hádeginu og selur eingöngu hádegismat, kennarar stjórna hvernær má fara í mat.

• Nemendur þurfa að nota rétta innganga eins og verið hefur frá upphafi og fara eftir réttum leiðum á milli hólfa.

• Nýnemi með gat í töflu getur dvalið á bókasafni á milli tíma. Einnig má vera í miðrými þar sem borð og stólar eru. Ekki er heimilt að vera á öðrum stöðum innan skólans.

• Óheimilt er að fara framhjá merktum hindrunum (yfir borða á göngum).

• Fyrir þá sem nota strætó er bent á www.straeto.is

Þessi skilaboð gilda EKKI um nemendur á sérnámsbraut, þeir fá sérstök skilaboð varðandi skipulag vikunnar.


Ágætu nýnemar þessi mætingavika er hugsuð fyrir ykkur til að hjálpa ykkur af stað í námi ykkar. Það er mætingaskylda í alla tíma.

Það er mjög mikilvægt að farið sé að öllum reglum um sóttvarnir sem gilda.