Fréttir

FIMMVÖRÐUHÁLS ER MÖGNUÐ KENNSLUSTOFA

Þriðjudaginn 5. september lagði vaskur 24 manna nemendahópur ásamt þremur kennurum af stað með rútu að Skógum undir Eyjafjöllum með það markmið í farteskinu að ganga yfir Fimmvörðuháls. Gangan er verkefni áfangans ÍÞRÓ2JF02 sem kenndur er á hverri önn við FSu. Lagt var af stað frá Skógum, gengið meðfram Skógá og öllum þeim fjölmörgu fossum sem leynast í ánni. Frá brúnni yfir Skógá var komið í Baldvinsskála. Þaðan farið milli jökla yfir hinn eiginlega Fimmvörðuháls sem er í rúmlega 1000 metra hæð. Á þessum kafla sést vel hve jöklarnir hafa hopað og þar sem áður voru snjófannir eru nú komnir djúpir dalir og íshröngl.
Lesa meira

ALLIR Á SÝNINGU NEMENDA Í LISTAGJÁNNI

Hluti af þjálfun nemenda í framhaldsáföngum í myndlist er að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Nú eru það nemendur í áfanganum Myndlist sem sjá að þessu sinni um kynningu á eigin verkum og voru verkin voru unnin á vorönn 2023.
Lesa meira

Haustgleði hjá nemendum blómaskreytingabrautar

Þessa dagana er tíminn hjá blómaskreytinganemum til að vinna haustskreytingar úr náttúrunni umhverfis Garðyrkjuskólann. Gleðin var við völd á 42 ára afmælisdegi FSu og alþjóðlegum degi súkkulaðis.
Lesa meira

SJÁLFBÆRT SAMFÉLAG FYRIR SJÁLFBÆRA SKÓLA

Átta kennarar frá tveimur erlendum skólum heimsóttu FSu í byrjun skólaársins og dvöldi hér í umsjá kennara FSu frá 24. til 28. ágúst. Annar skólinn er Lasnamae Gymnasium í Tallinn á Eistlandi og hinn er President Adamkaus Gymnasium í Kaunas í Litháen. Sameiginlegt verkefni þessarar heimsóknar nefnist á ensku Sustainable Community for Sustainable Schools eða sjálfbært samfélag fyrir sjálfbæra skóla og er á vegum Nordplus. Þetta er svokallað jobshadowing verkefni eða nokkurskonar skuggsjá þar sem skólabragur og allar aðstæður og aðbúnaður til kennslu er kannaður og borin saman.
Lesa meira

FRÓÐLEGUR FUNDUR KENNARASAMBANDSINS

Fróðlegur og vel skipulagður fundur fulltrúa KÍ var haldinn á sal FSu (Gaulverjabæ) þriðjudaginn 5. september. Hófst hann klukkan 16.30 og lauk á slaginu 18.00. Hugmyndin með fundinum er að kynna skólastefnu Kennarasambandsins, starfsemi þess og orlofs- og endurmenntunarsjóði. Er fundurinn haldinn í hringferð sambandsins um landið til að upplýsa félagsmenn og efla með þeim stéttarvitund og fagmennsku í starfi.
Lesa meira

EINIR KOMA ÞÁ AÐRIR FARA

Við upphaf hvers skólaárs verða alltaf ákveðin mannaskipti í starfsliði FSu. Einir koma - þá aðrir fara eins og orðtakið segir enda er FSu fjölmennur og lifandi vinnustaður með um það bil eitt þúsund nemendur og starfsmenn.
Lesa meira