Haustgleði hjá nemendum blómaskreytingabrautar

Nemendur á blómskreytingabraut Garðyrkjuskólans á Reykjum -FSu útbjuggu haustkransa úr efni úr náttúrunni undir dyggri stjórn Bryndísar Eirar Þorsteinsdóttur, námsbrautarstjóra. Kransarnir voru af ýmsum stærðum og gerðum og ótrúlega fjölbreyttir enda er mikið úrval af ýmsu efni á skólasvæðinu. Sköpunargleði nemenda fékk svo sannarlega að njóta sín. Fleiri myndir hér