Fréttir

ÖFLUG MANNFLÓRA Í FSu

Í byrjun nóvember kom Chanel Björk Sturludóttir í heimsókn í FSu en hún hefur getið sér gott orð fyrir umfjöllun sína í útvarpi og sjónvarpi um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi. Þáttagerð hennar bar nafnið MANNFLÓRAN og jafnhliða því heldur hún úti heimasíðu með sama heiti. Chanel býður upp á fræðsluerindi og ráðgjöf fyrir skóla og stofnanir sem vilja kynna sér birtingarmyndir fordóma og rasisma í þeim tilgangi að skapa jafnara og betra samfélagi.
Lesa meira

Loksins alíslenskt súkkulaði

Við Garðyrkjuskóla FSU hefur lengi verið draumur að rækta okkar eigið kakó til að geta gætt okkur á alíslensku súkkulaði. Upphafið að því að sá draumur rættist var þegar sáð var fyrir kakói árið 2013. Sú sáning bar þann árangur að eitt tré hefur vaxið og dafnað í Bananahúsinu síðastliðin 10 ár. En nú í sumar bar tréð loksins ávöxt og eitt aldin náði að þroskast. Það var síðan uppskorið með viðhöfn nú á haustdögum.
Lesa meira

ÞAR SEM JÖRÐIN SKELFUR OG ELDAR KVIKNA

Þriðjudaginn 17. október síðastliðinn hélt hugrakkur hópur jarðfræðinema í FSu í námsferð á Reykjanesskaga þar sem jörð skelfur þessa dagana og eldar geta gosið. Ferðin var að frumkvæði og í umsjón Heklu Þallar Stefánsdóttur kennara og tilgangur hennar að fræðast um hin ýmsu jarðfræðilegu fyrirbæri Reykjanesskaga.
Lesa meira

ÞÁTTTAKA Í HEIMSMEISTARAMÓTI Í BLÓMASKREYTINGUM

Nemendur blómaskreytingabrautar við FSu á Reykjum í Ölfusi fóru nýlega ásamt kennurum sínum til borgarinnar Manchester á Englandi að taka þátt í heimsmeistarakeppni í blómaskreytingum. En heimsmeistaramótið INTERFLORA er stærsti alþjóðlegi viðburður í heimi blómaskreytinga. Mótið hefur verið haldið á nokkurra ára fresti víðs vegar um heiminn allt frá árinu 1972. Fulltrúar frá tuttugu löndum unnu fjölmörg verkefni í þrjá daga til þess að skera úr um hver væri sigurvegari. Úrslitakeppnin fór fram fyrir framan 600 áhorfendur og var gríðarlega spennandi. Þessi ferð var mikil upplifun fyrir bæði verðandi og starfandi blómaskreyta. Núna er stefnan tekin á þátttöku Íslands í næstu keppni.
Lesa meira

MIKILVÆGT SAMRÁÐ SKÓLASTIGA

Árlegur samráðsfundur kennara FSu með grunnskólakennurum á Suðurlandi var haldinn í Odda, aðalbyggingu FSu þann 1. nóvember. Í byrjun fundarins ávarpaði skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir þátttakendur og lagði áherslu á snertipunktinn milli skólastiganna og mikilvægi þess að kennarar ræddu sín á milli og væru upplýstir um megináherslur í námi nemenda á hvoru skólastigi. Samráðið snýr að kjarnagreinunum fjórum, dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði. Bæði var góðmennt og fjölmennt á fundinum enda er umráðasvæði FSu eitt víðfeðmasta skólasvæði á Íslandi með Þorlákshöfn í vestri og Kirkjubæjarklaustur í austri.
Lesa meira