Fréttir

SIGURGANGA Á EYJAFJALLAJÖKUL

Þann 22. apríl síðastliðinn gekk vaskur nítján nemenda hópur FSu í íþróttaáfanga skólans sem snýst um jökla- og fjallgöngur á HÁMUND sem er hæsti toppur Eyjafjallajökuls. Þetta gerði hann ásamt þremur kennurum og tveimur aðstoðarmönnum. Ferðin gekk í alla staði glimrandi vel enda lék veðrið við leiðangursmenn, blár himinn, skjannahvítur jökul og ekki skýjahnoðri á himni allan daginn.
Lesa meira

Opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl kl. 10-17. Sumarið byrjar í garðskálanum og gróðurhúsunum þar sem gróðurinn blómstrar og fyrsta uppskeran af fersku grænmeti er tilbúin. Grænmetis- og plöntumarkaðurinn verður garðskálanum og í ár verður hægt að kaupa heimaræktað íslenskt kaffi á meðan birgðir endast. Glæsileg túlípanasýning verður einnig í garðskálanum. Verkefni nemenda verða til sýnis og hægt að fræðast um námið í skólanum. Hátíðardagskrá hefst kl. 13 en þá afhendir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, garðyrkjuverðlaun ársins og umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. Veitingasala verður á svæðinu allan daginn. Verið velkomin í Garðyrkjuskólann að fagna sumarkomunni með garðyrkjunni.
Lesa meira

NEMENDUR FSu VINNA AFREK Í RAFÍÞRÓTTUM

RAFÍÞRÓTTIR (e. esports) eru tiltölulega nýjar af nálinni en í þeim er keppt í tölvuleikjum. Oftast er um að ræða skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli þátttakenda sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið. Að keppa í tölvuleikjum hefur lengi verið partur af tölvuleikjamenningunni og frá síðustu aldamótum hefur áhorf aukist mjög mikið í gegnum vaxandi og bætt netstreymi. Nú eru rafíþróttir orðnar stór þáttur í þróun og markaðssetningu tölvuleikja og taka margir leikjaframleiðendur beinan þátt í að setja upp og styrkja rafíþróttamót.
Lesa meira

SAMVINNA MILLI SKÓLASTIGA Í RAUNGREINUM

Nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sunnulækjarskóla hafa í vetur unnið samstarfsverkefni sem kallast FSunnó. Verkefnið miðar að því að efla faglegt samstarf milli skólanna og kynna fyrir grunnskólanemendum þær raungreinar sem kenndar eru við FSu.
Lesa meira

NÝ STJÓRN NEMENDAFÉLAGS FSu

Mikilvægi félagsstarfs í framhaldsskólum má aldrei vanmeta þó engar einkunnir séu gefnar fyrir það. Drifkrafturinn í félagsstarfi byggir á áhuga og elju sem gefur af sér reynslu og þroska. Það er nefnilega viðurkennt að það sem gerist utan skólastofunnar og utan hefðbundins skólatíma skiptir miklu máli í menntun og þroska framhaldsskólanema.
Lesa meira

KÖRFUBOLTAHETJUR Í FSu

Sameiginlegt kvennalið Hamars í Hveragerði og Þórs í Þorlákshöfn tryggði sér sigur í 1. deild körfuboltans þriðjudagskvöldið 2. apríl síðastliðinn og þar með sæti í úrvalsdeild. Þær unnu Ármann í Laugardalshöll með 82 stigum gegn 72 og toppuðu um leið kvennaliði KR og Aþenu sem áttu sömu möguleika á að vinna deildina. Ellefu skráðir leikmenn liðsins stunda nám í FSu en það er: Anna Katrín Víðisdóttir, Diljá Ólafsdóttir, Elín Þórdís Pálsdóttir, Emma Hrönn Hákonardóttir, Eva Margrét Þráinsdóttir, Gígja Rut Gautadóttir, Helga María Janusdóttir, Hildur Gunnsteinsdóttir, Jóhanna Ágústsdóttir, Valdís Una Guðmannsdóttir      og Þóra Auðunsdóttir. Sannkallaðar afrekskonur í FSu. 
Lesa meira