SAMVINNA MILLI SKÓLASTIGA Í RAUNGREINUM

Vinningslið ratleiksins ásamt Lilju Heiðbjörtu nemenda lengst til hægri úr FSu sem sá um að kynna úr…
Vinningslið ratleiksins ásamt Lilju Heiðbjörtu nemenda lengst til hægri úr FSu sem sá um að kynna úrslitin og þakka fyrir samstarfið.

Nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sunnulækjarskóla hafa í vetur unnið samstarfsverkefni sem kallast FSunnó. Verkefnið miðar að því að efla faglegt samstarf milli skólanna og kynna fyrir grunnskólanemendum þær raungreinar sem kenndar eru við FSu. Nemendur í jarðfræði við FSu undirbjuggu skemmtilegar innlagnir og verkefni fyrir nemendur 10. bekkjar Sunnulækjarskóla. Þá fóru þeir í heimsókn í Sunnulækjarskóla þann 21. febrúar síðastliðinn og lögðu fyrir nemendur verkefni um þróun mannsins. Miðvikudaginn13. mars komu svo nemendur Sunnulækjarskóla í heimsókn í FSu og fóru í skemmtilegan ratleik víðsvegar um skólahúsnæðið. Á hverri stöð var raungreinatengd þraut sem nemendur þurftu að leysa og safna stigum. Að lokum fóru nemendur síðan á sal skólans þar sem úrslit ratleiksins voru tilkynnt og þakkað fyrir skemmtilegt samstarf milli skólanna.

Verkefnið gekk afar vel og var gaman og fróðlegt fyrir 10. bekkinga að fá að kynnast námsumhverfi framhaldsskólanemenda sem og fyrir framhaldsskólanemendur að upplifa námsumhverfi grunnskólanemenda og rifja um leið upp gamla tíma.

hþs / jöz