Opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl kl. 10-17.
Sumarið byrjar í garðskálanum og gróðurhúsunum þar sem gróðurinn blómstrar og fyrsta uppskeran af fersku grænmeti er tilbúin.
Grænmetis- og plöntumarkaðurinn verður garðskálanum og í ár verður hægt að kaupa heimaræktað íslenskt kaffi á meðan birgðir endast.
Glæsileg túlípanasýning verður einnig í garðskálanum.
Verkefni nemenda verða til sýnis og hægt að fræðast um námið í skólanum.
Hátíðardagskrá hefst kl. 13 en þá afhendir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, garðyrkjuverðlaun ársins og umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.
Veitingasala verður á svæðinu allan daginn.
Verið velkomin í Garðyrkjuskólann að fagna sumarkomunni með garðyrkjunni.

Forskoðun á mynd

Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi
Hátíðardagskrá
Sumardagurinn fyrsti

25. apríl 2024 kl. 13:00—14:00

 

Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson

13:00 – 13:05 Setning – Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Reykjum

13:05 – 13:25 Garðyrkjuverðlaunin 2024

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar

Verknámsstaður ársins

Heiðursverðlaun garðyrkjunnar

13:25 – 13:30 Tónlistaratriði – Atli Einar Helgason, gítar

13:30 – 13:45 Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

13:45 – 13:50 Tónlistaratriði – Alexander Nóri Helgason, hljómborð

13:50 – 14:00 Ávarp – Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands

14:00 Slit – Björgvin Örn Eggertsson, fundarstjóri