Fréttir

Svartklæddar konur

Konur í FSu klæddust svörtu miðvikudaginn 31. janúar til stuðnings #metoo-byltingunni.
Lesa meira

Matarboð í matreiðsluáfanga

Nemendur í matreiðslu, MATR1VB05 fengu gesti í mat í vikunni. Nemendur buðu upp á baunarétt og heimabakaðar tortillur. Í liðinni viku voru nemendur með þorrablót. Fjölbreytni í matargerð er í fyrirrúmi í áfanganum, en í honum er lögð áhersla á kynningu á ólíkum matreiðsluaðferðum.
Lesa meira

Listaverkagjöf

Nemendur vinna margt fallegt og skemmtilegt í myndlistartímum. Á dögunum varð til þessi skemmtilega mynd af Önnu Sigurveigu Ólafsdóttur á hestbaki á hestinum sínum henni Golu. Listamaðurinn er skólabróðir hennar, Pétur Gabríel Gústavsson. Hann afhenti henni gjöfina við hátíðlega athöfn í myndlistarstofunni. Á myndinni má sjá listamanninn ásamt Önnu Sigurveigu og Kötlu Sif Ægisdóttur, skólasystur þeirra.
Lesa meira

Landsliðsmaður heimsækir handboltaakademíu

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, er nýkominn heim af Evrópumeistaramótinu í Króatíu með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann kíkti á akademíuæfingu í Iðu í gær og fylgdist með krökkunum á skotæfingu.
Lesa meira

Nemendur í ensku gáfu ferðasöfnunarfé í sjóðinn góða

Nokkrir nemendur í áfanganum „English in real life“ fóru á haustönn í námsferð til Englands ásamt kennara sínum, Ingunni Helgadóttur og kennaranum Kristjönu Hrund Bárðardóttur. Markmið áfangans var að nemendur fái að vinna með hagnýta ensku, hvernig á að fylla út umsóknir, sækja um vinnu og allt sem tengist því að ferðast til enskumælandi lands og fleira.
Lesa meira

FSu úr leik í Gettu betur

Lið FSu hefur lokið leik í Gettu betur. Liðið tapaði naumlega fyrir liði Fjölbrautaskóla Breiðholts. Lokatölur voru 25 stig gegn 29 stigum FB. Keppnin var æsispennandi og mátti litlu muna.
Lesa meira

Önnur umferð í Gettu betur

Lið FSu mætir liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti á morgun, þriðjudaginn 16. janúar. Keppnin verður í útvarpssal í beinni útsendingu á Rás 2 strax að loknum kvöldfréttum um kl. 19.20 og hefst viðureign FSu kl.21
Lesa meira

FSu sigraði FVA í Gettu betur

Gettu betur lið FSu sigrað í kvöld i lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi með 30 stigum gegn 22 og eru því komin í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Gettu betur hefst í kvöld

Í kvöld, mánudaginn 8. janúar kl. 20:20 mun Gettu betur lið FSu keppa í útvarpssal í beinni útsendingu á Rás 2 við lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Lið FSu skipa þau Vilborg María Ísleifsdóttir, Artúr Guðnason og Sólmundur Magnús Sigurðarson. Liðsstjóri er Ágústa Ragnarsdóttir. Allir að stilla á Rás 2 í kvöld. Áfram FSu!
Lesa meira