Listaverkagjöf

Pétur Gabríel Gústavsson, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Katla Sif Ægisdóttir.
Pétur Gabríel Gústavsson, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Katla Sif Ægisdóttir.

Nemendur vinna margt fallegt og skemmtilegt í myndlistartímum. Á dögunum varð til þessi skemmtilega mynd af Önnu Sigurveigu Ólafsdóttur á hestbaki á hestinum sínum henni Golu. Listamaðurinn er skólabróðir hennar, Pétur Gabríel Gústavsson. Hann afhenti henni  gjöfina við hátíðlega athöfn í myndlistarstofunni. Á myndinni má sjá listamanninn ásamt Önnu Sigurveigu og Kötlu Sif Ægisdóttur, skólasystur þeirra.