Fréttir

Söngur og umhverfismál á gulum Regnbogadegi

Í dag var gulur regnbogadagur og í skólann komu fulltrúar ungra umhverfissinna til að kynna samtökin. Einnig mættu þær Kolbrún Lilja Guðnadóttir og Karítas Harpa Davíðsdóttir og sungu nokkur lög fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún og Karítas eru fyrrum nemendur við FSu. Góð stemning á gulum degi.
Lesa meira

Ráðherra í heimsókn á Regnbogadögum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýr ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar, ræddi við nemendur á rauðum regnbogadegi í dag, fimmtudag.
Lesa meira

Fyrirlestur á Regnbogadögum um hatursorðræðu

Sema Erla Serdar hélt fyrirlestur á Regnbogadögum í dag, miðvikudag. Aðalumræðuefnið var hatursorðræða.
Lesa meira

Regnbogadagar hefjast

Á morgun hefjast árlegir Regnbogadagar. Yfirskrift dagana er „Fögnum fjölbreytileikanum“ og er markmið þeirra að vekja athygli nemenda og starfsfólks á hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi og hvetja til umræðna um mismunandi málaflokka sem falla þar undir.
Lesa meira

Háskóladagurinn í FSu

Háskóladagurinn verður með kynningu í Fjölbrautaskóla Suðurlands miðvikudaginn 29. mars frá kl. 10:10 til 12:00. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum. Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Allir velkomnir!
Lesa meira

Eftirminnileg ferð til Barcelona

Þann 8. mars lögðu átta nemendur úr SPÆN2DD05 af stað til Barcelona til þess að svala þorsta sínum um spænska menningu, tveir farastjórar fylgdu þessum nemendum
Lesa meira

Vísnakvöld kórs FSu

Þann 23. mars kl. 20 mun kór Fjölbrautaskóla Suðurlands halda létta tónleika og skemmtikvöld í sal skólans.
Lesa meira

FSu mætir MA í Gettu betur í kvöld.

Munið að fylgjast með FSu í Gettu betur í kvöld en þá mætir lið FSu liði Menntaskólans á Akureyri. Keppnin verður sýnd á RÚV og hefst hún kl. 20:15. Þeir sem vilja sjá keppnina á breiðtjaldi hafa kost á því að mæta í Pakkhúsið á Selfossi og horfa. Áfram FSu!
Lesa meira

Gestkvæmt við vígslu Hamars

Nýtt verknámshús, nýji Hamar, var vígður formlega í dag við hátíðlega athöfn að viðstöddum mennta- og menningamálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni sem afhenti skólameistara, Olgu Lísu Garðarsdóttur lykil að byggingunni.
Lesa meira

Nýr Hamar vígður í dag

Nýr Hamar verður vígður í dag. Undirbúningu vegna ný verknámshúss hefur staðið yfir um langt skeið, en skóflustunga að byggingunni var tekin 8. júlí 2015.
Lesa meira