Regnbogadagar hefjast

Á morgun hefjast árlegir Regnbogadagar. Yfirskrift dagana er „Fögnum fjölbreytileikanum“ og er markmið þeirra að vekja athygli nemenda og starfsfólks á hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi og hvetja til umræðna um mismunandi málaflokka sem falla þar undir. Hver dagur fær úthlutað sínum lit og eru allir hvattir til að merkja sig lit dagsins hverju sinni. Dagskráin í ár er fjölbreytt að vanda og má sjá hér á meðfylgjandi mynd.