Fyrirlestur á Regnbogadögum um hatursorðræðu

Sema Erla Serdar flytur erindi.
Sema Erla Serdar flytur erindi.

Sema Erla Serdar hélt fyrirlestur á Regnbogadögum í dag, miðvikudag. Aðalumræðuefnið var hatursorðræða. Hatursorðræða á sér stað í öllum samfélögum í mismiklu mæli og af mismiklu kappi. Það sem er einkennir hatursorðræðu er að gerandinn sendir þolanda meiðandi skilaboð til þess að niðurlægja hann, gera lítið úr persónu hans og brjóta hann niður. Í hvert skipti sem hatursorðræða er notuð kostar hún einhvern hluta af þeim sjálfum, sjálfsmynd þeirra og hluta af sálarlífi þeirra. Hatursorðræða sem látin er óáreitt getur því haft alvarlegar afleiðingar en fæstir gera sér grein fyrir áhrifunum sem fáein orð td. á samfélagsmiðlum geta haft á aðra.