Vísnakvöld kórs FSu

Þann 23. mars kl. 20 mun kór Fjölbrautaskóla Suðurlands halda létta tónleika og skemmtikvöld í sal skólans.

Auk kórsins munu einnig stíga á  stokk  nokkrir hæfileikaríkir nemendur og  kennarar skólans.

Kórinn fær einnig til sín aðra góða gesti má þar nefna t.d. þá Bítlabræður Daníel og Bjarna en þeir hafa verið að gera það gott undanfarið þar sem þeir leika og syngja lög  eftir bresku hljómsveitirnar The Beatles og Queen.

Einnig mun nýstofnaður Karlakór Hveragerðis mæta á svæðið og taka nokkur  velvalin lög en þeir  hafa  einmitt vakið töluverða eftirtekt undanfarið fyrir líflega og hressilega framkomu .

Þetta verður án efa hin besta skemmtun  og hvetjum við fólk eindregið til að taka kvöldið frá og eiga notalega stund með kórnum og gestum hans  og um leið styrkja kórinn.  Í boði verður kaffi og kökur allskonar kræsingar.

Það kostar litlar 1000 kr á þessa skemmtun ( engin posi ) og mun allur ágóði renna  til Kórs Fsu þar sem hann heldur utan í tónleikaferð til Írlands þann 17 april næstkomandi.  Þar mun kórinn hitta fyrir írskan skólakór , halda æfingabúðir saman og  halda síðan sameiginlega tónleika í  Dublin.

 

Stjórnin.