Fréttir

Sæbjörg Eva er dúx FSu á haustönn 2017

Sæbjörg Eva Hlynsdóttir er dúx FSu á haustönn 2017. Sæbjörg lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári. 70 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 21. desember.
Lesa meira

Brautskráning 21. desember

Fimmtudaginn 21. desember er brautskráning sem hefst kl.14. Um 70 útskriftarefni taka þá við prófskírteinum sínum. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti eftir athöfn.
Lesa meira

Veggjalist FSu komin upp

Verk úr veggjalistaráfanga Fjölbrautaskóla Suðurlands eru komin upp við Húsasmiðjuna og Blómaval. Verkin voru unnin af 17 nemendum. Efnistök voru frjáls og hvert verk er sjálfstætt enda var ekki komið á hreint í upphafi annar hvar verkin skildu sett upp. Verkin voru unnin í svokallaðri Smiðju í hinu nýja verknámshúsi FSu, Hamri.
Lesa meira

Ljósmyndasýning hönnunardeildar

Nemendur í þriðja þreps áfanga í fatahönnun, HÖNN3FH05, hafa sett upp ljósmyndasýningu við anddyri Odda, en sýningin er hluti af lokaverkefni áfangans
Lesa meira

Verkefni í FILM1SX02

Nemendur í FILM1SX02 áfanga, sem er kvikmyndagerð á starfsbraut hafa framleitt fjölbreyttar myndir sem hafa vakið gleði og aðdáun meðal kennara. Flest verkefnin eru unnin með aðferð sem kallast á ensku "Stop Motion" og er stundum kallað "hikmynd" á íslensku.
Lesa meira

Áhugavert verkefni í vélvirkjun

Nemendur í vélvirkjun voru nú á dögunum að vinna að áhugaverðu verkefni en það snérist um að hanna og teikna sérstakt vinnuborð með afsogi fyrir slípiherbergi í verksal. Notast var við þrívíddar teikniforritið Inventor, en Inventor er gríðarlega öflugt teikniforrit sem notað er af stærstu fyrirtækjum landsins.
Lesa meira

Hátíðarkór FSu

Hátíðarkór Fsu tók þátt i aðventutónleikum i Selfosskirkju 10. desember. Einkar góður rómur var gerður að hljómi og söng kórsins. Hátiðarkórinn samanstendur af nemendakór skólans sem og nýstofnuðum kennara- og starfsmannakór .
Lesa meira

Skemmtileg leiklistarhátíð

Nemendur í leiklist og nemendur í íslenskuáfanga í skapandi skrifum héldu í liðinni viku uppskeru- og leiklistarhátíð þar sem sýnd voru 10 stuttverk. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskuáfanga í skapandi skrifum og leiklistaráfanga á 1. og 2. þrepi undir stjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur og Jóns Özurar Snorrasonar.
Lesa meira

Jólafundur HNOSS

Í febrúar á þessu ári tóku náms-og starfsráðgjafar á Suðurlandi sig saman og stofnuðu formlega félagsskapinn HNOSS. Hópur náms- og starfsráðgjafa á Suðurlandi. Síðan í febrúar hafa þeir hist fjórum sinnum víða um Suðurland. Í hópnum eru 17 náms-og starfsráðgjafar sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í skólum og í öðrum stofnunum á Suðurland. Tilgangur með félagsskapnum er að efla tengslin milli náms- og starfsráðgjafa og þeirra stofnana sem þeir vinna við.
Lesa meira

Vefur FSu í efsta sæti yfir vefi framhaldsskóla

Annað hvert ár er gerð úttekt á opinberum vefjum ríkisstofnana og sveitafélaga með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku. Nýlega var kynnt niðurstaða fyrir úttekt 2017 og þar er vefur FSu í 31 sæti yfir alla vefi og í efsta sæti yfir vefi framhaldsskóla með 90 stig af 100 mögulegum
Lesa meira